Fara í efni

Ósk um að breyta skráningu á frístundarhúsi að Stekkjarhvammi 8 í íbúðarhús

Málsnúmer 202101093

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 87. fundur - 26.01.2021

Benedikt Björnsson óskar þess að frístundahúsið að Stekkjarhvammi 8 í Reykjahverfi verði skráð sem íbúðarhús.
Innan frístundahúsasvæðis í Stekkjarhvammi er skráð ábúð í þremur húsum. Þann 12. september 2016 samþykkti skipulags- og umhverfisnefnd sveitarfélagsins að skrá húsið að Stekkjarhvammi 1 sem íbúðarhús og einnig samþykkti skipulags- og framkvæmdaráð þann 12. febrúar 2019 að skrá húsið að Stekkjarhvammi 3 sem íbúðarhús. Þar fyrir utan er einbýlishús í jaðri frístundahúsasvæðisins og þar föst búseta. Með vísan til fordæma innan sama svæðis fellst skipulags- og framkvæmdaráð á að breyta skráningu frístundahúss að Stekkjarhvammi 8 í íbúðarhús.