Fara í efni

Fyrirspurn frá hverfisráði Öxarfjarðar: Snjómokstur í Öxarfjarðarhéraði.

Málsnúmer 202101094

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 87. fundur - 26.01.2021

Hverfisráð Öxarfjarðar óskar eftir því að sjá samninginn við þá aðila sem sjá um snjómokstur á svæðinu, í því samhengi vill hverfisráð benda á að gangstéttar eru ekki mokaðar á Kópaskeri.
Þá óskar ráðið einnig eftir svörum við hvers vegna snjómoksturinn í Öxarfjarðarhéraði var ekki boðinn út.
Í dag sér Norðurþing um snjómokstur í Kelduhverfi og Kópaskeri og með helmingamoksturssamninga við Vegagerðina annars staðar á svæðinu. Nýbúið er að bjóða út snjómokstur í Reykjahverfi og Húsavík og verið er að skoða hvernig það kemur út. Ráðið þakkar erindið og ábendingar um gangstéttir.