Fara í efni

Auglýsing um ákv. ráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna

Málsnúmer 202108003

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 369. fundur - 19.08.2021

Með ákvörðun ráðherra, dags. 19. mars 2020, var sveitarstjórnum veitt heimild til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að tryggja starfshæfi sitt og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélags, á grundvelli VI. bráðabirgðaákvæðis sveitarstjórnarlaga. Um var að ræða heimild sveitarstjórnar til að:

1. Nota fjarfundarbúnað á fundum sveitarstjórna án takmarkana
2. Víkka út valdsvið einstakra nefnda og fækka þannig nefndarfundum
3. Fela fastanefnd eða einstökum starfsmönnum sveitarfélags fullnaðarafgreiðslu tiltekinna mála sem varða ekki verulega fjárhag sveitarfélags, þrátt fyrir að kveðið sé á um annað í samþykktum sveitarfélags.
Lagt fram til kynningar.