Fara í efni

Breyting á deiliskipulagi Holtahverfis

Málsnúmer 202203060

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 125. fundur - 03.05.2022

Nú er lokið grenndarkynningu vegna breytingar deiliskipulags Holtahverfis á Húsavík. Athugasemd barst frá eigendum allra eigna í raðhúsi að Lyngholti 34-40 sem leggjast gegn breytingu húsnúmera sinna eigna. Ekki bárust aðrar athugasemdir við grenndarkynninguna.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að breyting deiliskipulagsins verði samþykkt með þeirri breytingu að raðhúsalóð fái lóðarnúmerið Lyngholt 26 og eignir innan lóðar verði aðgreindar með bókstöfum, a, b, c, d, e og f. Þar með raskist ekki lóðarnúmer annarra lóða.

Sveitarstjórn Norðurþings - 123. fundur - 31.05.2022

Á 125. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að breyting deiliskipulagsins verði samþykkt með þeirri breytingu að raðhúsalóð fái lóðarnúmerið Lyngholt 26 og eignir innan lóðar verði aðgreindar með bókstöfum, a, b, c, d, e og f. Þar með raskist ekki lóðarnúmer annarra lóða.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.