Fara í efni

Sparkvellir við Borgarhólsskóla

Málsnúmer 202204028

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 116. fundur - 11.04.2022

Fyrir Fjölskylduráði liggur minnisblað um ástand sparkvalla við Borgarhólsskóla á Húsavík.
Fjölskylduráð leggur til við skipulags- og framkvæmdaráð að skipta út gervigrasi á sparkvöllum við Borgarhólsskóla. Ráðið fer fram á að þessi framkvæmd fari á framkvæmdaáætlun ársins 2022.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 125. fundur - 03.05.2022

Á 116. fjölskylduráðsfundi var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð leggur til við skipulags- og framkvæmdaráð að skipta út gervigrasi á sparkvöllum við Borgarhólsskóla. Ráðið fer fram á að þessi framkvæmd fari á framkvæmdaáætlun ársins 2022.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að allt að 15 milljónum af framkvæmdafé ársins 2022
verði varið í endurnýjun á gervigrasi á sparkvöllum við Borgarhólsskóla.