Fara í efni

Ósk um vilyrði fyrir landi á Bakka

Málsnúmer 202204105

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 125. fundur - 03.05.2022

Nordur Renewables Iceland ehf. / Swiss Green Gas óska eftir vilyrði fyrir lóðum 1., 3. og 5 við Dvergabakka norðan Húsavíkur til uppbyggingar rafeldsneytisverksmiðju.
Skipulags- og framkvæmdaráð lýsir yfir ánægju með áhuga Swiss Green Gas International Ltd. og Nordur Renewables Iceland ehf á lóðarumsókn og uppbyggingu starfsemi. Hér er um að ræða áhugavert verkefni sem virðist sniðið að þeim ramma sem sveitarfélagið hyggst setja utan um þróun græns iðngarðs á Bakka. Í ljósi þeirrar vinnu sem nú stendur yfir um með hvaða hætti aðkomu Norðurþings að grænum iðngarði verður háttað frestar ráðið því að taka afstöðu til umsóknarinnar þar til annarsvegar lokaskýrsla um það mál liggur fyrir í byrjun sumars, og hins vegar ítarlegri upplýsingar verða kynntar ráðinu um hvernig Nordur Renewables Iceland ehf. mun tryggja sér raforku til verkefnisins. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að vinna að framgangi málsins ásamt öðrum forsvarsmönnum sveitarfélagsins.