Fara í efni

Fráveitustofngjald verði hluti af gjaldskrá OH frá og með janúar 2023

Málsnúmer 202211150

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 239. fundur - 08.12.2022

Lagt fram til stjórnar að fráveitustofngjald verði hluti af gjaldskrá Orkuveitu Húsavíkur frá og með 1. janúar 2023 og taki mið af gjaldskrárhækkun 2023.
Stjórn samþykkir að fráveitustofngjald verði hluti af gjaldskrá Orkuveitu Húsavíkur frá og með 1. janúar 2023 og taki mið af gjaldskrárhækkun 2023.

Sveitarstjórn Norðurþings - 138. fundur - 19.10.2023

Á 130. fundi sveitarstjórnar samþykkti sveitarstjórn að Orkuveita Húsavíkur muni innheimta stofngjald vegna fráveitutengingar nýbygginga. Þá var sveitarstjóra falið að uppfæra opinber gögn sveitarfélagsins til samræmis við þá ákvörðun.

Nú liggja fyrir sveitarstjórn eftirfarandi uppfærð gögn:

Samþykkt um fráveitu til fyrri umræðu.

Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu, byggingarleyfisgjald, gjöld vegna skipulagsvinnu og afgreiðslu- og þjónustugjöld í Norðurþingi til samþykktar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa samþykkt um fráveitu til síðari umræðu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu, byggingarleyfisgjald, gjöld vegna skipulagsvinnu og afgreiðslu- og þjónustugjöld í Norðurþingi.

Sveitarstjórn Norðurþings - 139. fundur - 30.11.2023

Á 138. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað:

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa samþykkt um fráveitu til síðari umræðu.
Til máls tók: Hjálmar.

Sveitarstjórn samþykkir samþykkt um fráveitu samhljóða.

Sveitarstjórn Norðurþings - 140. fundur - 22.12.2023

Fyrir sveitarstjórn liggur fráveitu samþykkt sveitarfélagsins til samþykktar.

Samþykktin fór fyrir Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra þar sem eftirfarandi var bókað:
Lögð voru fram drög að samþykkt um fráveitur í sveitarfélaginu Norðurþingi.
Heilbrigðisnefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar í samræmi 2.mgr. 59.gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir
Samþykkt um fráveitur í sveitarfélaginu Norðurþingi er samþykkt samhljóða.