Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

239. fundur 08. desember 2022 kl. 13:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Valdimar Halldórsson
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson
Starfsmenn
  • Benedikt Þór Jakobsson rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Benedikt Þór Jakobsson Rekstrarstjóri Orkuveitu Húsavíkur
Dagskrá
Freyr Ingólfsson frá Íslandsþara sat fundinn undir lið 1.

1.Ósk um viðræður um veitur fyrir Íslandsþara ehf. á Húsavík

Málsnúmer 202211145Vakta málsnúmer

Íslandsþari ehf óskar eftir að fá að kynna fyrirhugaða framkvæmd stórþaravinnslu á Húsavík fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur og í kjölfarið hefja viðræðum um aðgang að heitavatnslögn (>110°C), vatnsveitu og fráveitu við Orkuveitu Húsavíkur.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur þakkar Frey Ingólfssyni fyrir kynningu á verkefninu og felur rekstrarstjóra að vera í samskiptum við Íslandsþara ehf.

2.Sala Vallholtsvegur 3

Málsnúmer 202211140Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn liggja kauptilboð í Vallholtsveg 3.
Þrjú tilboð bárust í eignina. Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir að taka hæsta tilboði frá Val ehf. og felur rekstrarstjóra að fylgja málinu eftir.

3.Fráveitustofngjald verði hluti af gjaldskrá OH frá og með janúar 2023

Málsnúmer 202211150Vakta málsnúmer

Lagt fram til stjórnar að fráveitustofngjald verði hluti af gjaldskrá Orkuveitu Húsavíkur frá og með 1. janúar 2023 og taki mið af gjaldskrárhækkun 2023.
Stjórn samþykkir að fráveitustofngjald verði hluti af gjaldskrá Orkuveitu Húsavíkur frá og með 1. janúar 2023 og taki mið af gjaldskrárhækkun 2023.

4.Kynning rekstrarstjóra á stöðu mála

Málsnúmer 202208057Vakta málsnúmer

Yfirferð verkefna
Mælaskipti hafin
Skoðunarferð í Orkustöðina Víðimóum

Fundi slitið - kl. 16:00.