Fara í efni

Lokun þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar á Húsavík

Málsnúmer 202307020

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 436. fundur - 13.07.2023

Fyrir byggðarráði liggur að Vinnumálastofnun hafi tekið þá ákvörðun að loka þjónustuskrifstofu stofnunarinnar á Húsavík í byrjun júlímánaðar.
Byggðarráð mótmælir þeirri ákvörðun Vinnumálastofnunar að loka þjónustuskrifstofu sinni á Húsavík sem hefur verið þar endurgjaldslaust í húsnæði stéttarfélagsins. Ráðið hvetur stofnunina til að endurskoða ákvörðun sína hið fyrsta.