Sinfó í sundi: bein útsending RÚV á sjónvarpstónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í sundlaugum landsins
Málsnúmer 202503003
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 212. fundur - 11.03.2025
Í tilefni af 75 ára afmæli Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2025 er stefnt að samstarfi við sveitarstjórnir um allt land um verkefni sem kallast "Sinfó í sundi". Fjölskylduráði Norðurþings er falið að bjóða upp á beina útsendingu á klassískum tónleikum í sundlaugum sveitarfélagsins sem sýndir verða á RÚV klukkan 20:00 þann 29. ágúst. Að öðrum kosti skulu sundlaugarnar vera opnar fram eftir kvöldi. Auk þess þyrfti að sjá um tæknilega uppsetningu, skjávarpa/tjald og/eða hljóðkerfi/útvarp, annars er ekki gert ráð fyrir öðrum kostnaði fyrir sveitarfélagið Norðurþing.
Fjölskylduráð samþykkir þátttöku í verkefninu Sinfó í sundi og felur verkefnastjóra á velferðarsviði í samstarfi við fjölmenningarfulltrúa og forstöðumenn sundlauga að útfæra viðburðinn.