Fjölskylduráð
Dagskrá
Ketill Gauti Árnason, verkefnastjóri á framkvæmdasviði, sat fundinn undir lið 1.
1.Öryggi barna vegna umferðar á skólalóð Borgarhólsskóla
Málsnúmer 202406012Vakta málsnúmer
Útfærsla vöruafgreiðsluports á lóð Borgarhólsskóla og drög að kostnaði vegna þess eru lögð fram til kynningar.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi útfærslu að vöruporti á lóð Borgarhólsskóla og vísar drögum að kostnaði vegna framkvæmdarinnar til skipulags- og framkvæmdaráðs.
2.Trúnaðarmál
3.Reglur um akstursþjónustu aldraðra
Málsnúmer 202304029Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun um endurskoðun á reglum um akstursþjónustu aldraðra.
Fjölskylduráð samþykkir reglur um akstursþjónustu aldraðra og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.
4.Sinfó í sundi: bein útsending RÚV á sjónvarpstónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í sundlaugum landsins
Málsnúmer 202503003Vakta málsnúmer
Í tilefni af 75 ára afmæli Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2025 er stefnt að samstarfi við sveitarstjórnir um allt land um verkefni sem kallast "Sinfó í sundi". Fjölskylduráði Norðurþings er falið að bjóða upp á beina útsendingu á klassískum tónleikum í sundlaugum sveitarfélagsins sem sýndir verða á RÚV klukkan 20:00 þann 29. ágúst. Að öðrum kosti skulu sundlaugarnar vera opnar fram eftir kvöldi. Auk þess þyrfti að sjá um tæknilega uppsetningu, skjávarpa/tjald og/eða hljóðkerfi/útvarp, annars er ekki gert ráð fyrir öðrum kostnaði fyrir sveitarfélagið Norðurþing.
Fjölskylduráð samþykkir þátttöku í verkefninu Sinfó í sundi og felur verkefnastjóra á velferðarsviði í samstarfi við fjölmenningarfulltrúa og forstöðumenn sundlauga að útfæra viðburðinn.
5.Sumarfrístund á Húsavík starfsemi 2025
Málsnúmer 202501079Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur fyrir tillaga að breyttu fyrirkomulagi á starfsemi Sumarfrístundar sumarið 2025. Í boði verður órofinn opnunartími frá kl 8:00-16:00. Í ljósi þess er gerð tillaga að nýrri gjaldskrá fyrir Sumarfrístund 2025.
Fjölskylduráð Norðurþings samþykkir að fyrirkomulag Sumarfrístundar verði með eftirfarandi hætti sumarið 2025:
Daglegur opnunartími verður frá 8-16 og er opið í hádeginu. Skráðir eru heilir dagar og hægt að skrá hverja viku fyrir sig eða allar í einu. Tímabil sem Sumarfrístund er í boði eru 10. júní - 4. júlí og 5.ágúst - 20.ágúst.
Verð fyrir viku í sumarfrístund er 15.000 kr.- Vikan er ódýrari ef lokað er einhvern dag vikunnar. Boðið verður uppá ávaxtastund á morgnana en börnin koma nestuð fyrir hádegismat og síðdegiskaffi.
Ráðið felur verkefnastjóra á velferðarsviði að opna fyrir skráningu og auglýsa Sumarfrístund ásamt nánari upplýsingum þar um.
Daglegur opnunartími verður frá 8-16 og er opið í hádeginu. Skráðir eru heilir dagar og hægt að skrá hverja viku fyrir sig eða allar í einu. Tímabil sem Sumarfrístund er í boði eru 10. júní - 4. júlí og 5.ágúst - 20.ágúst.
Verð fyrir viku í sumarfrístund er 15.000 kr.- Vikan er ódýrari ef lokað er einhvern dag vikunnar. Boðið verður uppá ávaxtastund á morgnana en börnin koma nestuð fyrir hádegismat og síðdegiskaffi.
Ráðið felur verkefnastjóra á velferðarsviði að opna fyrir skráningu og auglýsa Sumarfrístund ásamt nánari upplýsingum þar um.
6.Gjaldskrár íþrótta- og tómstundasviðs 2025
Málsnúmer 202410006Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur fyrir tillaga að breyttri gjaldskrá Sumarfrístundar 2025.
Vegna breytts fyrirkomulags sumarfrístundar sbr. lengri vistunartíma og aukinnar þjónustu samþykkir fjölskylduráð gjaldskrárbreytingu sumarfrístundar og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
Fundi slitið - kl. 09:55.