Fara í efni

Sumarfrístund á Húsavík starfsemi 2025

Málsnúmer 202501079

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 207. fundur - 21.01.2025

Fjölskylduráð hefur til umræðu undirbúning og fyrirkomulag sumarfrístundar Norðurþings 2025.
Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð - 211. fundur - 04.03.2025

Fyrir fjölskylduráði liggur fyrir fyrirkomulag og áætlun vegna starfsemi Sumarfrístundar sumarið 2025. Lagðar eru til breytingar á opnunartíma, gjaldskrá og skráningarmöguleikum.
Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um starfsemi sumarfrístundar á næsta fundi.


Fjölskylduráð - 212. fundur - 11.03.2025

Fyrir fjölskylduráði liggur fyrir tillaga að breyttu fyrirkomulagi á starfsemi Sumarfrístundar sumarið 2025. Í boði verður órofinn opnunartími frá kl 8:00-16:00. Í ljósi þess er gerð tillaga að nýrri gjaldskrá fyrir Sumarfrístund 2025.
Fjölskylduráð Norðurþings samþykkir að fyrirkomulag Sumarfrístundar verði með eftirfarandi hætti sumarið 2025:
Daglegur opnunartími verður frá 8-16 og er opið í hádeginu. Skráðir eru heilir dagar og hægt að skrá hverja viku fyrir sig eða allar í einu. Tímabil sem Sumarfrístund er í boði eru 10. júní - 4. júlí og 5.ágúst - 20.ágúst.
Verð fyrir viku í sumarfrístund er 15.000 kr.- Vikan er ódýrari ef lokað er einhvern dag vikunnar. Boðið verður uppá ávaxtastund á morgnana en börnin koma nestuð fyrir hádegismat og síðdegiskaffi.
Ráðið felur verkefnastjóra á velferðarsviði að opna fyrir skráningu og auglýsa Sumarfrístund ásamt nánari upplýsingum þar um.

Fjölskylduráð - 231. fundur - 02.12.2025

Fyrir fjölskylduráði liggur til kynningar lokaskýrsla sumarfrístundar 2025.
Starfsemi sumarfrístundar á Húsavík sumarið 2025 var með töluvert öðru sniði en undanfarin ár. Opnunartíma sumarfrístundar var breytt og var frá 8-16 og opið í hádeginu.
Áður hafði hún verið opin frá 8-12 og 13-16. Upplifun starfsfólks og niðurstaða þjónustukönnunar benda til að mikil ánægja hafi verið með þjónustuna.
Lokaskýrslan lögð fram til kynningar.