Fara í efni

Fjölskylduráð

211. fundur 04. mars 2025 kl. 08:30 - 10:30 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Kristinn Jóhann Lund formaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir varaformaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Viðarsson aðalmaður
  • Ísak Már Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Nele Marie Beitelstein fjölmenningarfulltrúi
  • Tinna Ósk Óskarsdóttir félagsmálastjóri
  • Stefán Jón Sigurgeirsson verkefnastjóri á velferðarsviði
Fundargerð ritaði: Jón Höskuldsson Sviðstjóri velferðarsviðs
Dagskrá
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir sat fundinn undir lið 1.
Andri Birgisson sat fundinn undir liðum 2 og 4.
Sigrún Edda Kristjánsdóttir sat fundinn undir lið 6.

1.Öryggi barna vegna umferðar á skólalóð Borgarhólsskóla

Málsnúmer 202406012Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar um þau úrræði sem gripið hefur verið til til að auka öryggi nemenda á skólalóð Borgarhólsskóla og erindi skólastjóra um veittar heimildir til aksturs á lóðinni.
Fjölskylduráð þakkar skólastjóra Borgarhólsskóla fyrir komuna á fundinn. Ráðið felur sviðstjóra velferðarsviðs að skoða mögulegar útfærslur og kostnað við vöruafgreiðslu við norðurenda skólans.
Stefnt er að því fyrir skólaárið 2025-2026 að umferð við skólann skarist ekki á við leiksvæði barna.

2.Sumarfrístund á Húsavík starfsemi 2025

Málsnúmer 202501079Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur fyrir fyrirkomulag og áætlun vegna starfsemi Sumarfrístundar sumarið 2025. Lagðar eru til breytingar á opnunartíma, gjaldskrá og skráningarmöguleikum.
Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um starfsemi sumarfrístundar á næsta fundi.


3.Hverfisráð Öxafjarðar 2023-2025

Málsnúmer 202405073Vakta málsnúmer

Fundargerð hverfisráðs Öxarfjarðar frá 22. janúar 2025 var tekin fyrir í byggðarráði 20. febrúar sl. Þar vísaði byggðarráð máli nr. 2 til fjölskylduráðs.
Stefnt er að því að sundkennsla vorannar í Öxarfjarðarskóla hefjist 25. mars. Einnig er stefnt að því að sundkennsla skólaársins 2025-2026 fari fram í byrjun haustannar.
Ekki er stefnt að almennri opnun sundlaugarinnar í Lundi.

4.Vinnuskóli Norðurþings 2025

Málsnúmer 202501028Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur fyrir fyrirkomulag og áætlun um Vinnuskóla Norðurþings sumarið 2025.
Verkefnastjóri á velferðarsviði kynnti starfsemi vinnuskóla Norðurþings fyrir komandi sumar.
Fjölskylduráð samþykkir eftirfarandi laun starfsmanna vinnuskóla og vinnutíma:
Ungmennni fædd 2010 - 1.365 kr. klst, vinnutími samtals 5 vikur (10.6 - 11.7)
Ungmenni fædd 2011 - 1.062 kr. klst, vinnutími samtals 4 vikur ( 30.6 - 25.7)
Ungmenni fædd 2012 - 759 kr. klst, vinnutími samtals 3 vikur (10.6 - 27.6)

Launataxtar eru reiknaðir út í hlutfalli út frá launaflokki 117 í kjarasamning SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem er í gildi frá 1.apríl 2025 til 31.mars 2026.
Fjölskylduráð felur verkefnastjóra á velferðarsviði að auglýsa starfsemi vinnuskólans á komandi sumri og vinna málið áfram.

5.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2025

Málsnúmer 202502065Vakta málsnúmer

Joachim Beat Schmidt sækir um 100.000 króna styrk frá Lista- og menningarsjóði Norðurþings til að standa straum af mestum hluta ferða- og dvalarkostnaðar við einn eða tvo upplestra á Raufarhöfn. Lesið verður upp úr bókinni "Kalmann og fjallið sem svaf", sem gerist á Raufarhöfn.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja Joachim Beat Schmidt um kr. 70.000.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202502072Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur trúnaðarmál.
Fært í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 10:30.