Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Könnun á þjónustu Norðurþings við eldri borgara
Málsnúmer 202311102Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur minnisblað félagsmálastjóra í tengslum við framkvæmd könnunar á þjónustu Norðurþings við eldri borgara.
Fjölskylduráð samþykkir að fara ekki í framkvæmd sérstakrar könnunar á þjónustu eldri borgara, en mun þess í stað horfa til almennrar þjónustukönnunar, t.d. Gallup, og leggur til við byggðarráð að skoðuð verði frekari stefnumörkun í gerð þjónustukannana hjá sveitarfélaginu.
2.Borgarhólsskóli - Morgunverður nemenda.
Málsnúmer 202411073Vakta málsnúmer
Skólastjóri Borgarhólsskóla fer yfir mögulegar útfærslur tímasetninga morgunverðar í Borgarhólsskóla.
Fjölskylduráð ákveður að frá og með skólaárinu 2025 - 2026 verði morgunmatur í Borgarhólsskóla sem hluti af stundaskrá nemenda. Ráðið beinir því til skipulags- og framkvæmdaráðs að fyrirhuguðum úrbótum er varðar hljóðvist og ábendingum er varða hitastig í sal skólans verði lokið fyrir upphaf skólaárs 2025.
3.Grænuvellir - Starfsemi 2025
Málsnúmer 202501073Vakta málsnúmer
Leikskólastjóri fer yfir stöðu umsókna og afgreiðslu leikskólaplássa og fjölda barna á biðlista.
Lagt fram til kynningar.
4.17.júní hátíðarhöld 2025
Málsnúmer 202501012Vakta málsnúmer
Til umræðu er 17. júní 2025.
Fjölskylduráð felur fjölmenningafulltrúa að vinna áfram að dagskrá 17. júní 2025.
5.Viðmiðunarreglur um skólaakstur - Endurskoðun 2025
Málsnúmer 202501074Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar Viðmiðunarreglur um skólaakstur í Norðurþingi og endurskoðun á þeim.
Fjölskylduráð felur verkefnastjóra á velferðarsviði að vinna málið áfram og kynna það fyrir ráðinu að nýju.
6.Verkefnið Byggðabragur - verkfærakista unga fólksins
Málsnúmer 202501042Vakta málsnúmer
Rannsóknarsetur í byggða- og sveitarstjórnarmálum hefur leitað eftir því að ungmennaráð Norðurþings taki þátt í vinnustofu á Húsavík í febrúar. Niðurstöður hennar verða teknar saman og ungmennaráðið kynnir fyrir sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.
7.Vinnuskóli Norðurþings 2025
Málsnúmer 202501028Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umræðu undirbúning og fyrirkomulag vinnuskóla Norðurþings 2025
Lagt fram til kynningar.
8.Sumarfrístund á Húsavík starfsemi 2025
Málsnúmer 202501079Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umræðu undirbúning og fyrirkomulag sumarfrístundar Norðurþings 2025.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 11:00.
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sat fundinn undir liðum 1-4.
Nele Marie Beitelstein, fjölmenningarfulltrúi, sat fundinn undir lið 4.
Stefán Jón Sigurgeirsson, verkefnastjóri á velferðarsviði, sat fundinn undir liðum 6 - 8.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir, skólastjóri Borgarhólsskóla, sat fundinn undir lið 2.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir, leikskólastjóri Grænuvalla og Helga Jónsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri Grænuvalla (í fjarfundi) sátu fundinn undir lið 3.
Jónas Þór Viðarsson sat fundinn í fjarfundi.
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir sat fundinn í fjarfundi.