Könnun á þjónustu Norðurþings við eldri borgara
Málsnúmer 202311102
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 170. fundur - 28.11.2023
Lagt er til við fjölskylduráð að gera könnun á þjónustu við eldri borgara Norðurþings, hvernig eldri borgarar meta þjónustuna sem verið að veita af hendi sveitarfélagsins er tengist lögboðnu félagsstarfi m.t.t. þess hvernig hægt er að bæta þjónustuna.
Fjölskylduráð - 183. fundur - 16.04.2024
Fyrir fjölskylduráði liggja til kynningar verðtilboð í framkvæmd könnunar á þjónustu Norðurþings við eldri borgara.
Fjölskylduráð samþykkir að taka tilboði Þekkingarnets Þingeyinga og felur félagsmálastjóra að vinna að framkvæmd könnunarinnar.
Fjölskylduráð - 207. fundur - 21.01.2025
Fyrir fjölskylduráði liggur minnisblað félagsmálastjóra í tengslum við framkvæmd könnunar á þjónustu Norðurþings við eldri borgara.
Fjölskylduráð samþykkir að fara ekki í framkvæmd sérstakrar könnunar á þjónustu eldri borgara, en mun þess í stað horfa til almennrar þjónustukönnunar, t.d. Gallup, og leggur til við byggðarráð að skoðuð verði frekari stefnumörkun í gerð þjónustukannana hjá sveitarfélaginu.
Byggðarráð Norðurþings - 486. fundur - 06.02.2025
Á 207. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð samþykkir að fara ekki í framkvæmd sérstakrar könnunar á þjónustu eldri borgara, en mun þess í stað horfa til almennrar þjónustukönnunar, t.d. Gallup, og leggur til við byggðarráð að skoðuð verði frekari stefnumörkun í gerð þjónustukannana hjá sveitarfélaginu.
Fjölskylduráð samþykkir að fara ekki í framkvæmd sérstakrar könnunar á þjónustu eldri borgara, en mun þess í stað horfa til almennrar þjónustukönnunar, t.d. Gallup, og leggur til við byggðarráð að skoðuð verði frekari stefnumörkun í gerð þjónustukannana hjá sveitarfélaginu.
Byggðarráð tekur vel í erindi fjölskylduráðs.
Ráðið felur sveitarastjóra að taka saman lista yfir þær þjónustukannanir sem þegar eru lagðar reglulega fyrir hjá sveitarfélaginu ásamt upplýsingum um hvernig þær eru hagnýttar.
Ráðið felur sveitarastjóra að taka saman lista yfir þær þjónustukannanir sem þegar eru lagðar reglulega fyrir hjá sveitarfélaginu ásamt upplýsingum um hvernig þær eru hagnýttar.
Félagsmálastjóra er falið að leita tilboða í framkvæmd könnunarinnar, gera drög að könnuninni og leggja fyrir ráðið að nýju.