Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
Aldey sat fundinn í fjarfundi.
1.Markaðs og kynningarmál sveitarfélagsins
Málsnúmer 202504093Vakta málsnúmer
Á 513. fundi byggðarráðs 15. janúar sl. fól ráðið sveitarstjóra að óska eftir samtali við Markþing um gildandi samning sem gerður var við Húsavíkurstofu.
Fyrir byggðarráði liggur minnisblað sveitarstjóra frá fundi með forsvarsfólki Markþings sem haldinn var þann 23. janúar sl.
Fyrir byggðarráði liggur minnisblað sveitarstjóra frá fundi með forsvarsfólki Markþings sem haldinn var þann 23. janúar sl.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir endurskoðun á gildandi samningi.
2.Erindi varðandi náttúruvernd í Norðurþingi
Málsnúmer 202502075Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja tillögur formanns byggðarráðs og sveitarstjóra varðandi náttúruverndarnefnd í Norðurþingi.
Byggðarráð heldur áfram vinnu við málið á komandi fundum.
3.Sjúkraflug á Húsavíkurflugvelli
Málsnúmer 202504099Vakta málsnúmer
Byggðarráð hefur óskað eftir að fá fulltrúa ISAVIA á fund ráðsins til að ræða öryggi sjúkraflugs á Húsavíkurflugvöll, viðhald og endurbætur á flugvelli og flugvallaraðstöðu.
Á fundinn mæta kl. 9 í fjarfundi á TEAMS Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvellir ehf. og Hermann Jóhannesson, umdæmisstjóri yfir umdæmi III.
Á fundinn mæta kl. 9 í fjarfundi á TEAMS Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvellir ehf. og Hermann Jóhannesson, umdæmisstjóri yfir umdæmi III.
Byggðarráð þakkar Sigrúnu Björk og Hermanni fyrir komuna á fundinn.
Byggðarráð áréttar nauðsyn þess að Húsavíkurflugvelli verði haldið við og haldið opnum með tilliti til notkunar fyrir sjúkraflug.
Byggðarráð áréttar nauðsyn þess að Húsavíkurflugvelli verði haldið við og haldið opnum með tilliti til notkunar fyrir sjúkraflug.
4.Hverfisráð Norðurþings 2023 - 2025
Málsnúmer 202309134Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur að skipa í hverfisráð eða framlengja skipunartíma núverandi hverfisráða en skipunartími þeirra rann út í nóvember sl.
Starfshópur um hverfisráð er að störfum skv. ákvörðun byggðarráðs frá nóvember 2023.
Starfshópur um hverfisráð er að störfum skv. ákvörðun byggðarráðs frá nóvember 2023.
Byggðarráð samþykkir að framlengja skipunartíma núverandi hverfisráða til 1. júní nk.
5.Könnun á þjónustu Norðurþings við eldri borgara
Málsnúmer 202311102Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja upplýsingar um þær þjónustukannanir sem lagðar eru reglulega fyrir hjá sveitarfélaginu ásamt upplýsingum um hvernig þær eru hagnýttar.
Byggðarráð telur ekki þörf á að setja stefnu um þjónustukannanir að sinni.
6.Trúnaðarmál
7.Ósk um umsögn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts í Heiðarbæ
Málsnúmer 202601053Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækifærisleyfi frá Bjarmalandi veitingum ehf. vegna þorrablóts í Heiðarbæ, haldið 14. febrúar nk. áætlaður fjöldi gesta 150 frá 18 ára aldri.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.
8.Kynning Innviðafélag Íslands
Málsnúmer 202601063Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur kynning á Innviðafélagi Íslands sem er samtarfsvettvangur lífeyrissjóða um lánsfé fyrir innviðaverkefni.
Lagt fram til kynningar.
9.Til umsagnar 322.mál frá nefndar- og greiningarsviði Alþingis
Málsnúmer 202601055Vakta málsnúmer
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 322. mál - Samgönguáætlun fyrir árin 2026-2040 ásamt fimm ára aðgerðaráætlun fyrir árin 2026-2030.
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 9. febrúar nk.
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 9. febrúar nk.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að umsögn og leggja fyrir ráðið.
Fundi slitið - kl. 11:25.