Fara í efni

Erindi varðandi náttúruvernd í Norðurþingi

Málsnúmer 202502075

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 490. fundur - 13.03.2025

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Náttúrustofu Norðurþings um náttúruvernd í sveitarfélaginu.
Tilefnið er stjórnsýsluleg staða náttúruverndar eftir að Héraðsnefnd Þingeyinga og þar með Náttúruverndarnefnd Þingeyinga verður aflögð og tengsl við Náttúrustofu Norðausturlands. Einnig áherslur náttúruverndar í stefnumörkun sveitarfélagsins til framtíðar, sbr. þær athugasemdir sem Náttúrustofan hefur gert við vinnslutillögu aðalskipulags 2025-2045.

Á fundinn kemur Þorkell Lindberg Þórarinsson forstöðumaður.
Byggðarráð þakkar Þorkeli Lindberg fyrir komuna á fundinn og greinargóða yfirferð á þeim málum er snúa að Náttúrustofu Norðausturlands.

Byggðarráð mun í framhaldinu vinna að því að koma á fót náttúruverndarnefnd. Byggðarráð samþykkir að leita eftir samstarfi við sveitarfélögin á starfssvæði SSNE um stofnun og rekstur náttúruverndarnefndar. Norðurþing lýsir sig reiðubúið til að vera leiðandi sveitarfélag í starfi nefndarinnar.

Byggðarráð Norðurþings - 499. fundur - 26.06.2025

Á 490. fundi byggðarráðs þann 13.03.2025 samþykkti ráðið að leita eftir samstarfi við sveitarfélögin á starfssvæði SSNE um stofnun og rekstur náttúruverndarnefndar. Norðurþing lýsti sig reiðubúið til að vera leiðandi sveitarfélag í starfi nefndarinnar.

Fyrir byggðarráði liggja svör sveitarfélaganna og liggur fyrir að ekki er áhugi á samstarfi um náttúruverndarnefnd á svæðinu.
Í ljósi þessarar niðurstöðu leggur byggðarráð til að formaður ráðsins og sveitarstjóri komi með tillögu að breyttu fyrirkomulagi nefndarinnar og leggi fyrir ráðið á næstu vikum.