Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
Undir lið nr. 1, sat fundinn Gunnar Rúnar Ólafsson slökkviliðsstjóri á Akureyri.
1.Umræða um slökkvilið og samstarf á starfssvæði SSNE
Málsnúmer 202506053Vakta málsnúmer
Á fund byggðarráðs kom Gunnar Rúnar Ólafsson slökkviliðsstjóri á Akureyri með kynningu á mögulegu samstarfi slökkviliðsmála á starfssvæði SSNE. Gunnar er að heimsækja sveitarfélögin á svæðinu þessar vikurnar.
Byggðarráð þakkar Gunnari fyrir komuna á fundinn og góða yfirferð á málinu. Málið verður kynnt fyrir öllum sveitarfélögum á svæðinu á næstu vikum og fundað í framhaldi af því.
2.Erindi frá Framsýn varðandi frekari uppbyggingu Bjargs á Húsavík
Málsnúmer 202506029Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Framsýn varðandi uppbyggingu á húsnæði á Húsavík.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að vinna að málinu í samstarfi við Framsýn.
3.Erindi Félags atvinnurekenda vegna fasteignaskatts fyrir árið 2026
Málsnúmer 202506038Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Félagi atvinnurekenda vegna fasteignaskatts fyrir árið 2026.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og ábendinguna. Hækkun fasteignamats á atvinnuhúsnæði í Norðurþingi er undir verðlagsþróun á þessu ári.
4.Erindi varðandi náttúruvernd í Norðurþingi
Málsnúmer 202502075Vakta málsnúmer
Á 490. fundi byggðarráðs þann 13.03.2025 samþykkti ráðið að leita eftir samstarfi við sveitarfélögin á starfssvæði SSNE um stofnun og rekstur náttúruverndarnefndar. Norðurþing lýsti sig reiðubúið til að vera leiðandi sveitarfélag í starfi nefndarinnar.
Fyrir byggðarráði liggja svör sveitarfélaganna og liggur fyrir að ekki er áhugi á samstarfi um náttúruverndarnefnd á svæðinu.
Fyrir byggðarráði liggja svör sveitarfélaganna og liggur fyrir að ekki er áhugi á samstarfi um náttúruverndarnefnd á svæðinu.
Í ljósi þessarar niðurstöðu leggur byggðarráð til að formaður ráðsins og sveitarstjóri komi með tillögu að breyttu fyrirkomulagi nefndarinnar og leggi fyrir ráðið á næstu vikum.
5.Áform um lagabreytingar á sviði sveitarstjórnarmála í samráðsgátt stjórnvalda
Málsnúmer 202505045Vakta málsnúmer
Umsagnarfrestur um áform um endurskoðun laga um tekjustofna sveitarfélaga (skattlagning orkumannvirkja), mál 89/2025, hefur verið framlengdur til 23. júní.
Með fundarboði fylgir umsögn Samtaka orkusveitarfélaga um málið.
Með fundarboði fylgir umsögn Samtaka orkusveitarfélaga um málið.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.
6.Aðalfundarboð Dvalarheimilis aldraðra
Málsnúmer 202506047Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur boð á aðalfund Dvalarheimilis aldraðra. Fundurinn fer fram miðvikudaginn 25. júní nk. í fundarsal Framsýnar á Húsavík kl. 15:00.
Lagt fram til kynningar.
7.Aðalfundur Greiðrar leiðar 2025
Málsnúmer 202506028Vakta málsnúmer
Aðalfundur í einkahlutafélaginu Greiðri leið ehf. verður haldinn miðvikudaginn 25. júní nk. Fundurinn verður fjarfundur á Teams og hefst kl 13:00.
Byggðarráð skipar Bergþór Bjarnason sem fullrúa Norðuþings á fundinum og Katrínu Sigurjónsdóttir til vara.
8.Fundargerðir SSNE 2025
Málsnúmer 202503100Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 74. fundar stjórnar SSNE til kynningar. Fundurinn fór fram 4. júní sl.
Lagt fram til kynningar.
9.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
Málsnúmer 202412055Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir 981 og 982 frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 13. júní og 16. júní sl.
Lagt fram til kynningar.
10.Fundargerðir HNE 2025
Málsnúmer 202502056Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 242. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra sem fram fór þann 11. júní sl.
Lagt fram til kynningar.
11.Fundargerðir DA 2025
Málsnúmer 202412058Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Dvalarheimilis aldraðra frá 6. júní sl.
Lagt fram til kynningar.
12.Fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs 2024
Málsnúmer 202403007Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs nr. 114 og 116.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:10.