Áform um lagabreytingar á sviði sveitarstjórnarmála í samráðsgátt stjórnvalda
Málsnúmer 202505045
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 496. fundur - 22.05.2025
Innviðaráðuneytið vekur athygli á því að áform um lagabreytingar sem innviðaráðherra hyggst leggja fram á næsta haustþingi hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.
Annars vegar er um að ræða frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga (skattlagning orkumannvirkja) og hins vegar er um að ræða frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (endurskoðun sveitarstjórnarlaga).
Frestur til að veita umsögn um áformin er til 9. júní nk.
Annars vegar er um að ræða frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga (skattlagning orkumannvirkja) og hins vegar er um að ræða frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (endurskoðun sveitarstjórnarlaga).
Frestur til að veita umsögn um áformin er til 9. júní nk.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð Norðurþings - 499. fundur - 26.06.2025
Umsagnarfrestur um áform um endurskoðun laga um tekjustofna sveitarfélaga (skattlagning orkumannvirkja), mál 89/2025, hefur verið framlengdur til 23. júní.
Með fundarboði fylgir umsögn Samtaka orkusveitarfélaga um málið.
Með fundarboði fylgir umsögn Samtaka orkusveitarfélaga um málið.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.