Sjúkraflug á Húsavíkurflugvelli
Málsnúmer 202504099
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 494. fundur - 30.04.2025
Rebekka Ásgeirsdóttir S-lista óskaði eftir umræðu um sjúkraflug á Húsavíkurflugvelli.
Eftir að ríkistyrktu áætlunarflugi um Húsavíkurflugvöll var hætt í mars síðastliðnum er staða sjúkraflugs um völlinn ekki örugg. Gríðarlega mikilvægt er fyrir velferð og öryggi íbúa svæðisins að greið leið sé í viðeigandi heilbrigðisþjónustu og viðbragðstími sé sem stystur í neyðartilfellum.
Eftir að ríkistyrktu áætlunarflugi um Húsavíkurflugvöll var hætt í mars síðastliðnum er staða sjúkraflugs um völlinn ekki örugg. Gríðarlega mikilvægt er fyrir velferð og öryggi íbúa svæðisins að greið leið sé í viðeigandi heilbrigðisþjónustu og viðbragðstími sé sem stystur í neyðartilfellum.
Byggðarráð Norðurþings - 514. fundur - 29.01.2026
Byggðarráð hefur óskað eftir að fá fulltrúa ISAVIA á fund ráðsins til að ræða öryggi sjúkraflugs á Húsavíkurflugvöll, viðhald og endurbætur á flugvelli og flugvallaraðstöðu.
Á fundinn mæta kl. 9 í fjarfundi á TEAMS Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvellir ehf. og Hermann Jóhannesson, umdæmisstjóri yfir umdæmi III.
Á fundinn mæta kl. 9 í fjarfundi á TEAMS Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvellir ehf. og Hermann Jóhannesson, umdæmisstjóri yfir umdæmi III.
Byggðarráð þakkar Sigrúnu Björk og Hermanni fyrir komuna á fundinn.
Byggðarráð áréttar nauðsyn þess að Húsavíkurflugvelli verði haldið við og haldið opnum með tilliti til notkunar fyrir sjúkraflug.
Byggðarráð áréttar nauðsyn þess að Húsavíkurflugvelli verði haldið við og haldið opnum með tilliti til notkunar fyrir sjúkraflug.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að boða fulltrúa ISAVIA á fund ráðsins.