Fara í efni

Fjölskylduráð

170. fundur 28. nóvember 2023 kl. 08:30 - 11:35 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jóna Björg Arnarsdóttir varamaður
  • Halldór Jón Gíslason varamaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir liðum 1-5.
Nele Beitelstein fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir liðum 1-3.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir liðum 6 og 7.

Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir vék af fundi kl. 09:50.

1.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2023

Málsnúmer 202311090Vakta málsnúmer

Húsavíkurstofa og Húsavíkurkirkja sækja um styrk í lista- og menningarsjóð Norðurþings að upphæð 40.000 vegna tónlistarflutnings í Húsavíkurkirkju sem verður hluti af hátíðinni Jólabærinn minn.
Fjölskylduráð samþykkir að veita styrk til verkefnisins að upphæð 40.000 kr.

2.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2023

Málsnúmer 202311090Vakta málsnúmer

Húsavíkurstofa sækir um 100.000 króna styrk í Lista- og menningarsjóð Norðurlands til að skreyta hátíðarsvæðið og auglýsa aðventuhátíðina jólabærinn minn.
Fjölskylduráð samþykkir að veita styrk til verkefnisins að upphæð 50.000 kr.

3.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2023

Málsnúmer 202311090Vakta málsnúmer

Húsavíkurstofa sækir um 50.000 króna styrk í Lista- og menningarsjóð Norðurlands til að setja upp afþreyingartjald fyrir börn með kvikmyndasýningu og aðstöðu til að lita auk léttar veitingar fyrir börn á aðventuhátíðinni jólabærinn minn.
Fjölskylduráð samþykkir að veita styrk til verkefnisins að upphæð 50.000 kr.

4.Grunnskóli Raufarhafnar - Starfsemi 2023-2024

Málsnúmer 202305073Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu inn á fundinn kl. 09:00 í fjarfundi Gunnþór E. Gunnþórsson, fulltrúi skólastjórnar Grunnskólans á Raufarhöfn, Birna Björnsdóttir, fulltrúi foreldra Grunnskólans á Raufarhöfn og Arndís Jóhanna Harðardóttir, leiðbeinandi í Grunnskólanum á Raufarhöfn.

Fyrir fjölskylduráði liggja drög að erindisbréfi starfshóps um endurskoðun fyrirkomulags grunnskólaþjónustu á Raufarhöfn.
Formaður fjölskylduráðs leggur til að sveitarstjóra verði falið að óska eftir leiðbeiningum frá mennta- og barnamálaráðuneyti varðandi framkvæmd skólahalds á Raufarhöfn í kjölfar þess að ráðuneytið synjaði Norðurþingi um þróunarskólaleyfi vegna skólahalds á Raufarhöfn.

Fjölskylduráð samþykkir tillögu formanns.

Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að ljúka við erindisbréf starfshópsins og leggja fyrir á næsta fundi ráðsins.
Gunnþór, Birna og Arndís viku af fundi kl. 09:30.

5.Frístund - Starfsreglur - Endurskoðun 2023

Málsnúmer 202311108Vakta málsnúmer

Tillaga að endurskoðuðum starfsreglum Frístundar á Húsavík er lögð fyrir ráðið.
Fjölskylduráð samþykkir breytingar á starfsreglum Frístundar á Húsavík vegna tekjutengdrar gjaldskrár og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.

6.Könnun á þjónustu Norðurþings við eldri borgara

Málsnúmer 202311102Vakta málsnúmer

Lagt er til við fjölskylduráð að gera könnun á þjónustu við eldri borgara Norðurþings, hvernig eldri borgarar meta þjónustuna sem verið að veita af hendi sveitarfélagsins er tengist lögboðnu félagsstarfi m.t.t. þess hvernig hægt er að bæta þjónustuna.
Fjölskylduráð samþykkir að gera könnun meðal eldri borgara og að könnunin fari fyrst fram meðal eldri borgara á Húsavík.

Félagsmálastjóra er falið að leita tilboða í framkvæmd könnunarinnar, gera drög að könnuninni og leggja fyrir ráðið að nýju.

7.Ársskýrsla félagsþjónustu 2022

Málsnúmer 202311106Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur til kynningar ársskýrsla félagsþjónustu Norðurþings 2022
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:35.