Fara í efni

Umsókn í lista- og menningarsjóð 2023

Málsnúmer 202311090

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 170. fundur - 28.11.2023

Húsavíkurstofa og Húsavíkurkirkja sækja um styrk í lista- og menningarsjóð Norðurþings að upphæð 40.000 vegna tónlistarflutnings í Húsavíkurkirkju sem verður hluti af hátíðinni Jólabærinn minn.
Fjölskylduráð samþykkir að veita styrk til verkefnisins að upphæð 40.000 kr.

Fjölskylduráð - 170. fundur - 28.11.2023

Húsavíkurstofa sækir um 100.000 króna styrk í Lista- og menningarsjóð Norðurlands til að skreyta hátíðarsvæðið og auglýsa aðventuhátíðina jólabærinn minn.
Fjölskylduráð samþykkir að veita styrk til verkefnisins að upphæð 50.000 kr.

Fjölskylduráð - 170. fundur - 28.11.2023

Húsavíkurstofa sækir um 50.000 króna styrk í Lista- og menningarsjóð Norðurlands til að setja upp afþreyingartjald fyrir börn með kvikmyndasýningu og aðstöðu til að lita auk léttar veitingar fyrir börn á aðventuhátíðinni jólabærinn minn.
Fjölskylduráð samþykkir að veita styrk til verkefnisins að upphæð 50.000 kr.