Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

486. fundur 06. febrúar 2025 kl. 08:30 - 11:25 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Undir lið nr. 1, sat fundinn Grímur Kárason slökkviliðsstjóri.

Undir lið nr. 4, sat fundinn frá Heidelberg Þorsteinn Víglundsson.

1.Ársskýrsla slökkviliðs Norðurþings 2024

Málsnúmer 202502003Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ársskýrsla slökkviliðs Norðurþings vegna ársins 2024.
Grímur Kárason slökkviliðsstjóri kemur á fundinn og kynnir skýrsluna.
Byggðarráð þakkar Grími Kárasyni slökkviliðsstjóra fyrir komuna á fundinn og kynningu á ársskýrslu slökkviliðsins vegna ársins 2024.

2.Rekstur Norðurþings 2025

Málsnúmer 202501002Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja útsvarstekjur í janúar 2025, álagning ársins 2025 o.fl.
Lagt fram til kynningar.

3.Framlenging og hækkun á heimild hjá viðskiptabanka

Málsnúmer 202501102Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur beiðni fjármálastjóra um að framlengja fyrirliggjandi heimild hjá viðskiptabanka, heimild hefur ekki verið í notkun hjá viðskiptabanka. Óskað er eftir hækkun á heimild í 200 m.kr vegna fyrirhugaðra framkvæmda síðar á árinu.
Byggðarráð samþykkir að heimild Norðurþings verði 200 m.kr hjá viðskiptabanka til næstu 12 mánaða.

4.Heidelberg Materials Volcan ehf.kynnir fyrir byggðarráði verkefni sem félagið hefur hug á að koma á fót á Íslandi

Málsnúmer 202501121Vakta málsnúmer

Á fund byggðarráðs koma fulltrúar frá félaginu Heidelberg.
Heidelberg hefur hug á að reisa verksmiðju á Íslandi til að hefja framleiðslu á möluðu móbergi til útflutnings og íblöndunar við sement í þeim tilgangi að minnka verulega kolefnisspor sementsframleiðslu.
Byggðarráð þakkar Þorsteini Víglundssyni frá Heidelberg fyrir komuna á fundinn og greinargóða kynningu á verkefninu.

Í viðhengi með fundargerð er greinargerð vegna verkefnisins þar sem gerð er grein fyrir verkefninu.

5.Styrkbeiðni frá Miðstöð slysavarna barna vegna foreldrafræðslu

Málsnúmer 202501113Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur styrkbeiðni frá Miðstöð slysavarna barna að upphæð 50.000 kr. Félagið stendur fyrir fræðslu fyrir foreldra um slysavarnir ungra barna á heimilum og öryggi þeirra í bílum í samvinnu við heilsugæsluna. Um er að ræða fræðslu á rafrænuformi til að mæta þörfum landsbyggðirinnar.
Byggðarráð samþykkir að veita 50.000 kr styrk til verkefnisins.

6.50 ár frá Kópaskersskjálftanum

Málsnúmer 202501126Vakta málsnúmer

Formaður byggðarráðs leggur til að byggðarráð óski eftir því við hverfisráð Kelduhverfis og Öxarfjarðar að þau taki til umræðu möguleika á að minnast þess á árinu 2026 að þá verða 50 ár liðin frá stóra Kópaskersskjálftanum og þá með hvaða hætti það væri best gert.
Skjálftinn reið yfir þann 13. janúar árið 1976. Hann mældist 6,4 stig og átti upptök undir hafsbotni skammt undan Kópaskeri. Miklar skemmdir urðu á húsum á Kópaskeri, vatns- og holræsalagnir rofnuðu, og voru íbúarnir fluttir brott í norðan stórhríð við illan leik.
Byggðarráð þakkar Helenu fyrir að vekja máls á málinu og vísar því til hverfisráða Kelduhverfis og Öxarfjarðar til umræðu og tillögugerðar.

7.Könnun á þjónustu Norðurþings við eldri borgara

Málsnúmer 202311102Vakta málsnúmer

Á 207. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð samþykkir að fara ekki í framkvæmd sérstakrar könnunar á þjónustu eldri borgara, en mun þess í stað horfa til almennrar þjónustukönnunar, t.d. Gallup, og leggur til við byggðarráð að skoðuð verði frekari stefnumörkun í gerð þjónustukannana hjá sveitarfélaginu.
Byggðarráð tekur vel í erindi fjölskylduráðs.
Ráðið felur sveitarastjóra að taka saman lista yfir þær þjónustukannanir sem þegar eru lagðar reglulega fyrir hjá sveitarfélaginu ásamt upplýsingum um hvernig þær eru hagnýttar.

8.Umsóknir um stofnframlög

Málsnúmer 202309027Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun; Opið er fyrir umsóknir í fyrstu úthlutun fyrir árið 2025 um stofnframlaglög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum skv. lögum nr. 52/2016 og reglugerð nr. 183/2020. Mikilvægt er að hefja undirbúning fyrir umsóknir er áhugi er fyrir hendi. Umsóknarfrestur er til 27. febrúar 2025.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að skoða málið í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir ráðið á næsta fundi.

9.Fundargerðir Grænn iðngarður á Bakka ehf.

Málsnúmer 202405040Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Græns iðngarðs á Bakka ehf. frá 14. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2025

Málsnúmer 202412057Vakta málsnúmer

fyrir byggðarráði liggur fundargerð 79. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 17. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.

11.Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum.

Málsnúmer 202308046Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 78. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum frá 15. janúar 2025.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:25.