Fara í efni

Víkjandi lán Hafnasjóðs Norðurþings

Málsnúmer 202510091

Vakta málsnúmer

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 37. fundur - 30.10.2025

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur kynning Hafnarstjóra um stöðu á viðræðum við fjármála- og efnahagsráðuneytið vegna víkjandi láns sjóðsins.
Í skýrslu starfshóps forsætisráðherra um atvinnumál á Húsavík og nágrenni segir: Norðurþing leggur áherslu á að lánasamningurinn verði felldur niður og skuldir afskrifaðar að fullu þar sem sjóðurinn geti ekki greitt til baka innan samningstíma, eða til vara að verðtrygging verði felld út, þannig að áfallnar verðbætur verði afskrifaðar og lánið fært í upphaflega stöðu út samningstímann. Erindi liggur fyrir í fjármála- og efnahagsráðuneyti þess efnis.

Stjórn Hafnasjóðs leggur til við fjármála- og efnahagsráðuneytið að á meðan málið verði skoðað frekar þá taki lánið ekki hækkun vegna verðbóta frá 31.12.2024 til og með 31.12.2026.