Víkjandi lán Hafnasjóðs Norðurþings
Málsnúmer 202510091
Vakta málsnúmerStjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 37. fundur - 30.10.2025
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur kynning Hafnarstjóra um stöðu á viðræðum við fjármála- og efnahagsráðuneytið vegna víkjandi láns sjóðsins.
Stjórn Hafnasjóðs leggur til við fjármála- og efnahagsráðuneytið að á meðan málið verði skoðað frekar þá taki lánið ekki hækkun vegna verðbóta frá 31.12.2024 til og með 31.12.2026.