Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings - 502

Málsnúmer 2507003F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 155. fundur - 21.08.2025

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 502. fundar byggðarráðs.
Til máls tók Hjálmar undir lið 4 "Strandsiglingar til Húsavíkur" og lagði til að sveitarstjórn gerði bókun byggðarráðs frá fundi 502 að sinni:

"Ljóst er að þessi ákvörðun mun leiða af sér tölu­vert tekjutap hjá hafnarsjóði einnig er það mikið hagsmunamál fyrir fyrirtæki og íbúa á landsbyggðinni að vöruflutningar séu sem hagkvæmastir og hafi um leið sem minnst neikvæð umhverfisáhrif. Ráðið skorar á innviðaráðherra að setja kraft í vinnu nýskipaðs starfshóps sem leiði til samtals við hagaðila og íbúa um möguleika strandsiglinga til framtíðar."

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ofangreinda bókun að sinni.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.