Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

155. fundur 21. ágúst 2025 kl. 13:00 - 13:49 Slökkviliðsstöð á Húsavík, Norðurgarði 5
Nefndarmenn
  • Hjálmar Bogi Hafliðason Forseti
  • Jónas Þór Viðarsson 1. varamaður
    Aðalmaður: Aldey Unnar Traustadóttir
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir 2. varaforseti
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Soffía Gísladóttir aðalmaður
  • Kristinn Jóhann Lund aðalmaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Anna Gunnarsdóttir skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Viljayfirlýsing um uppbyggingu gagnavers á Bakka

Málsnúmer 202508022Vakta málsnúmer

Á 502. fundi byggðarráðs þann 14. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna drögin áfram í samráði við lögfræðing og vísar málinu til staðfestingar á næsta fundi sveitarstjórnar.
Iðnaðarsvæðið á Bakka er í einstakri stöðu til að sameina endurnýjanlega jarðvarmaorku með mikla rekstrarhagkvæmni í köldu loftslagi og endurvinnslu á varma. Gagnaver sem byggir á gervigreind hefur möguleika til að gagnast heimamönnum, atvinnulífinu og hagkerfinu í heild.
Til máls tóku: Katrín, Hjálmar, Benóný, Helena, Áki, Soffía, Eiður, Jónas Þór.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að undirrita viljayfirlýsingu á fundi með samningsaðilum síðar í ágúst.

2.Fundaáætlun sveitarstjórnar Norðurþings

Málsnúmer 202401031Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur tillaga um fundardaga næstu funda sveitarstjórnar, til ársloka 2025. Tillagan miðast við áætlun byggðarráðs um vinnu við gerð fjárhagsáætlunar og er þannig:

11. september
9. október
13. nóvember, fyrri umræða um fjárhagsáætlun
11. desember, síðari umræða um fjárhagsáætlun, jólafundur
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi fundaáætlun.

3.Breyting aðalskipulags Stórhóll - Hjarðarholt

Málsnúmer 202409090Vakta málsnúmer

Á fundi 221. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 1. júlí var eftirfarandi bókað:
Fyrir liggur tillaga skipulagsráðgjafa að breytingu aðalskipulags á svæði sem afmarkast af Hjarðarhóli í norðri, Garðarsbraut í vestri, Þverholti í suðri og Baughóli í austri. Tillaga að breytingu felur í sér þéttingu byggðar og fjölgun íbúða um allt að 80 á skipulagssvæðinu. Breyting aðalskipulags felur eingöngu í sér breytingu á greinargerð aðalskipulags og skilmálum fyrir uppbyggingu á íbúðarsvæðunum. Samhliða breytingu aðalskipulags hefur verið unnin tillaga að breytingu deiliskipulags sama svæðis.

Skipulagsfulltrúa er falið að leita samþykkis Skipulagsstofnunar, skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, fyrir kynningu aðalskipulagsbreytingarinnar. Að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar er skipulagsfulltrúa falið að auglýsa tillögu að breytingu aðalskipulags samhliða breytingu deiliskipulags sama svæðis.
Til máls tók: Soffía.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs og felur skipulagsfulltrúa að leita samþykkis Skipulagsstofnunar fyrir því að kynna tillögu að breytingu aðalskipulags samhliða breytingu deiliskipulags sama svæðis.

4.Byggðarráð Norðurþings - 502

Málsnúmer 2507003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 502. fundar byggðarráðs.
Til máls tók Hjálmar undir lið 4 "Strandsiglingar til Húsavíkur" og lagði til að sveitarstjórn gerði bókun byggðarráðs frá fundi 502 að sinni:

"Ljóst er að þessi ákvörðun mun leiða af sér tölu­vert tekjutap hjá hafnarsjóði einnig er það mikið hagsmunamál fyrir fyrirtæki og íbúa á landsbyggðinni að vöruflutningar séu sem hagkvæmastir og hafi um leið sem minnst neikvæð umhverfisáhrif. Ráðið skorar á innviðaráðherra að setja kraft í vinnu nýskipaðs starfshóps sem leiði til samtals við hagaðila og íbúa um möguleika strandsiglinga til framtíðar."

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ofangreinda bókun að sinni.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

5.Fjölskylduráð - 222

Málsnúmer 2508002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 222. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

6.Byggðarráð Norðurþings - 499

Málsnúmer 2506008FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 499. fundar byggðarráðs.
Fundargerð frá sumarleyfi sveitarstjórnar.
Til máls tók Benóný, undir lið 1: "Umræða um slökkvilið og samstarf á starfssvæði SSNE".

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

7.Byggðarráð Norðurþings - 500

Málsnúmer 2506009FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 500. fundar byggðarráðs.
Fundargerð frá sumarleyfi sveitarstjórnar.
Til máls tók Helena, undir lið 19, sem er fundur fjölskylduráðs nr. 221 liður 1 "Samþætting ársskýrsla veturinn 2024-2025".

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

8.Byggðarráð Norðurþings - 501

Málsnúmer 2507002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 501. fundar byggðarráðs.
Fundargerð frá sumarleyfi sveitarstjórnar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:49.