Fara í efni

Viljayfirlýsing um uppbyggingu gagnavers á Bakka

Málsnúmer 202508022

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 502. fundur - 14.08.2025

Fyrir byggðarráði liggja drög að viljayfirlýsingu Norðurþings við gagnaversfyrirtæki, sem hefur sérhæft sig í starfsemi á norðurslóðum, um byggingu gagnavers á Bakka.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna drögin áfram í samráði við lögfræðing og vísar málinu til staðfestingar á næsta fundi sveitarstjórnar.
Iðnaðarsvæðið á Bakka er í einstakri stöðu til að sameina endurnýjanlega jarðvarmaorku með mikla rekstrarhagkvæmni í köldu loftslagi og endurvinnslu á varma. Gagnaver sem byggir á gervigreind hefur möguleika til að gagnast heimamönnum, atvinnulífinu og hagkerfinu í heild.

Sveitarstjórn Norðurþings - 155. fundur - 21.08.2025

Á 502. fundi byggðarráðs þann 14. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna drögin áfram í samráði við lögfræðing og vísar málinu til staðfestingar á næsta fundi sveitarstjórnar.
Iðnaðarsvæðið á Bakka er í einstakri stöðu til að sameina endurnýjanlega jarðvarmaorku með mikla rekstrarhagkvæmni í köldu loftslagi og endurvinnslu á varma. Gagnaver sem byggir á gervigreind hefur möguleika til að gagnast heimamönnum, atvinnulífinu og hagkerfinu í heild.
Til máls tóku: Katrín, Hjálmar, Benóný, Helena, Áki, Soffía, Eiður, Jónas Þór.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að undirrita viljayfirlýsingu á fundi með samningsaðilum síðar í ágúst.