Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Viljayfirlýsing um uppbyggingu gagnavers á Bakka
Málsnúmer 202508022Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja drög að viljayfirlýsingu Norðurþings við gagnaversfyrirtæki, sem hefur sérhæft sig í starfsemi á norðurslóðum, um byggingu gagnavers á Bakka.
2.Áætlanir vegna ársins 2026- 2029
Málsnúmer 202406093Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur tillaga að vinnuferli vegna fjárhagsáætlunar 2026-2029.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi vinnuferli við fjárhagsáætlun 2026-2029.
3.Rekstur Norðurþings 2025
Málsnúmer 202501002Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja til kynningar útsvarstekjur í júlí 2025.
Lagt fram til kynningar.
4.Strandsiglingar til Húsavíkur
Málsnúmer 202508012Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar að Eimskip muni hætta strandsiglingum til Húsavíkur nú í september. Einnig hefur Eimskip boðað að félagið hyggist leggja af strandsiglingar til hafna á Vestfjörðum og Norðurlandi þessi ákvörðun er tekin í kjölfar stöðvunar starfsemi PCC á Bakka við Húsavík.
Byggðarráð samþykkir samhljóða eftirfarandi bókun:
Ljóst er að þessi ákvörðun mun leiða af sér töluvert tekjutap hjá hafnarsjóði einnig er það mikið hagsmunamál fyrir fyrirtæki og íbúa á landsbyggðinni að vöruflutningar séu sem hagkvæmastir og hafi um leið sem minnst neikvæð umhverfisáhrif.
Ráðið skorar á innviðaráðherra að setja kraft í vinnu nýskipaðs starfshóps sem leiði til samtals við hagaðila og íbúa um möguleika strandsiglinga til framtíðar.
Ljóst er að þessi ákvörðun mun leiða af sér töluvert tekjutap hjá hafnarsjóði einnig er það mikið hagsmunamál fyrir fyrirtæki og íbúa á landsbyggðinni að vöruflutningar séu sem hagkvæmastir og hafi um leið sem minnst neikvæð umhverfisáhrif.
Ráðið skorar á innviðaráðherra að setja kraft í vinnu nýskipaðs starfshóps sem leiði til samtals við hagaðila og íbúa um möguleika strandsiglinga til framtíðar.
5.Fjöldi íbúa eftir sveitarfélögum þann 1.ágúst 2025
Málsnúmer 202508018Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fjöldi íbúa eftir sveitarfélögum frá þjóðskrá þann 1. ágúst sl.
Íbúum í Norðurþingi hefur fækkað um 26 frá áramótum sem er ekki ásættanlegt og eru þá 3.226 þann 1. ágúst sl.
Íbúum í Norðurþingi hefur fækkað um 26 frá áramótum sem er ekki ásættanlegt og eru þá 3.226 þann 1. ágúst sl.
Lagt fram til kynningar.
6.Beiðni um rekstrarstyrk
Málsnúmer 202507038Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur beiðni frá almannaheillafélaginu Lítil Þúfa fta. sem rekur Þúfuna áfangaheimili fyrir konur í bata frá vímuefnaröskun. Leitað er eftir rekstrarstyrk að fjárhæð kr. 300.000,- sem dreifist yfir þrjú ár, kr. 100.000,- árlega.
Byggðarráð hafnar beiðni um þriggja ára rektrarstyrk.
7.Fundarboð á hluthafafund Skúlagarðs fasteignafélags ehf.
Málsnúmer 202508006Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundarboð hluthafafundar Skúlagarðs fasteignafélags ehf. Fundurinn verður haldinn þann 14. ágúst nk. klukkan 12:00. Fundurinn fer fram í fjarfundi.
Byggðarráð tilnefnir Katrínu Sigurjónsdóttur og Bergþór Bjarnason með atkvæðisrétt til setu á fundinum.
8.Fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs 2024
Málsnúmer 202403007Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir síðustu þriggja funda svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, nr. 116, 117 og 118.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:30.
Iðnaðarsvæðið á Bakka er í einstakri stöðu til að sameina endurnýjanlega jarðvarmaorku með mikla rekstrarhagkvæmni í köldu loftslagi og endurvinnslu á varma. Gagnaver sem byggir á gervigreind hefur möguleika til að gagnast heimamönnum, atvinnulífinu og hagkerfinu í heild.