Fara í efni

Strandsiglingar til Húsavíkur

Málsnúmer 202508012

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 502. fundur - 14.08.2025

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar að Eimskip muni hætta strandsiglingum til Húsavíkur nú í september. Einnig hefur Eimskip boðað að félagið hyggist leggja af strandsiglingar til hafna á Vestfjörðum og Norðurlandi þessi ákvörðun er tekin í kjölfar stöðvunar starfsemi PCC á Bakka við Húsavík.
Byggðarráð samþykkir samhljóða eftirfarandi bókun:
Ljóst er að þessi ákvörðun mun leiða af sér tölu­vert tekjutap hjá hafnarsjóði einnig er það mikið hagsmunamál fyrir fyrirtæki og íbúa á landsbyggðinni að vöruflutningar séu sem hagkvæmastir og hafi um leið sem minnst neikvæð umhverfisáhrif.

Ráðið skorar á innviðaráðherra að setja kraft í vinnu nýskipaðs starfshóps sem leiði til samtals við hagaðila og íbúa um möguleika strandsiglinga til framtíðar.