Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

262. fundur 24. janúar 2025 kl. 13:00 - 14:50 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Valdimar Halldórsson varaformaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson varamaður
Starfsmenn
  • Benedikt Þór Jakobsson rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Benedikt Þór Jakobsson Rekstrarstjóri Orkuveitu Húsavíkur
Dagskrá

1.Erindi til Orkuveitu Húsavíkur ohf. vegna orkukaupa

Málsnúmer 202412006Vakta málsnúmer

Íslandsþari ehf. óskar eftir að fá að kynna fyrirhugaða framkvæmd stórþaravinnslu á Húsavík fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. og í kjölfarið hefja viðræður um orkukaup.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. þakkar Magna frá Íslandsþara fyrir góða kynningu.
Stjórn felur rekstrarstjóra að vinna tillögur úr greinagerð Vatnaskila verkfræðistofu sem verða lagðar til grundvallar frekari samningsviðræðna við Íslandsþara ehf.

2.ICEWATER

Málsnúmer 202402105Vakta málsnúmer

Kynning á Icewater verkefninu samstarfsverkefni Orkuveitu Húsavíkur og Eims.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. þakkar rekstrarstjóra fyrir góða yfirferð á Icewater verkefninu.

3.Tillögur að breytingum á bókhaldslyklum félagsins fyrir árið 2025.

Málsnúmer 202501085Vakta málsnúmer

Breytingar í bókhaldi Orkuveitu Húsavíkur ohf. 2025.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. þakkar rekstrarstjóra fyrir góða yfirferð á fyrirhuguðum breytingum á uppsetningu bókhaldslykla OH.

4.Samanburður á orkukostnaði heimila árið 2024

Málsnúmer 202501090Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn liggur til upplýsinga skýrsla Byggðastofnunar um samanburð á orkukostnaði heimila á Íslandi árið 2024.
Samkvæmt skýrslu Byggðastofnunar um samanburð orkukostnað heimila 2024 er Orkuveita Húsavíkur önnur ódýrasta hitaveitan á Norðurlandi eystra og hefur húshitunarkostnaður á Húsavík lækkað um 15% síðan 2014.

Fundi slitið - kl. 14:50.