Orkuveita Húsavíkur ohf
Dagskrá
1.Erindi til Orkuveitu Húsavíkur ohf. vegna orkukaupa
Málsnúmer 202412006Vakta málsnúmer
Íslandsþari ehf. óskar eftir að fá að kynna fyrirhugaða framkvæmd stórþaravinnslu á Húsavík fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. og í kjölfarið hefja viðræður um orkukaup.
2.ICEWATER
Málsnúmer 202402105Vakta málsnúmer
Kynning á Icewater verkefninu samstarfsverkefni Orkuveitu Húsavíkur og Eims.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. þakkar rekstrarstjóra fyrir góða yfirferð á Icewater verkefninu.
3.Tillögur að breytingum á bókhaldslyklum félagsins fyrir árið 2025.
Málsnúmer 202501085Vakta málsnúmer
Breytingar í bókhaldi Orkuveitu Húsavíkur ohf. 2025.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. þakkar rekstrarstjóra fyrir góða yfirferð á fyrirhuguðum breytingum á uppsetningu bókhaldslykla OH.
4.Samanburður á orkukostnaði heimila árið 2024
Málsnúmer 202501090Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn liggur til upplýsinga skýrsla Byggðastofnunar um samanburð á orkukostnaði heimila á Íslandi árið 2024.
Samkvæmt skýrslu Byggðastofnunar um samanburð orkukostnað heimila 2024 er Orkuveita Húsavíkur önnur ódýrasta hitaveitan á Norðurlandi eystra og hefur húshitunarkostnaður á Húsavík lækkað um 15% síðan 2014.
Fundi slitið - kl. 14:50.
Stjórn felur rekstrarstjóra að vinna tillögur úr greinagerð Vatnaskila verkfræðistofu sem verða lagðar til grundvallar frekari samningsviðræðna við Íslandsþara ehf.