Orkuveita Húsavíkur ohf

148. fundur 10. febrúar 2016 kl. 14:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Pétur Vopni Sigurðsson framkv.- og þjónustufullt
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
  • Ingibjörg Árnadóttir
  • Erna Björnsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Landsvirkjun - kynning á verkefni um nýtingu auðlindastrauma

201602056

Gestir frá Landsvirkjun mættu og kynntu verkefni um bætta nýtingu orkuauðlinda á Norðurlandi
Stjórn þakkar gestum kynninguna

2.Norðursigling - Sjóböðin á Höfða

201602054

Stjórn Sjóbaðanna á Húsavík mættu á fundinn og kynntu stöðu verkefnisins
Stjórn þakkar gestum komuna

3.Fundargerð 31. fundar stjórnar Hrafnabjargarvirkjunar hf.

201602004

Fyrir stjórn liggur fundargerð 31. fundar stjórnar Hrafnabjargavirkjunar hf.
Fundargerðin lögð fram

4.Innköllun hlutafjár - Íslensk orka ehf

201512010

Fyrir stjórn liggur bréf frá Íslenskri Orku ehf. um boð um að nýta forkaupsrétt OH að þeim hluta af innköllun nýs hlutafjár sem Rarik ohf. og Jarðboranir ehf ætla ekki að nýta sér. Upphæðin er 277.984,- kr
Stjórn samþykkir að nýta forkaupsrétt Orkuveitu Húsavíkur

Fundi slitið - kl. 16:00.