Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings

89. fundur 01. mars 2012 kl. 13:00 - 13:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Helgadóttir varaformaður
  • Dóra Fjóla Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Hilmar Dúi Björgvinsson aðalmaður
  • Hannes Höskuldsson 3. varamaður
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Katý Bjarnadóttir 2. varamaður
Fundargerð ritaði: Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Endurskoðun deiliskipulags miðhafnarsvæðis

Málsnúmer 201105013Vakta málsnúmer

Per Langsöe Christensen mætti til fundarins.Til umræðu voru þau sjónarmið sem fram komu á almennum kynningarfundi sem haldinn var 27. febrúar s.l. Í ljósi umræðu á fundinum, óska Soffía, Katý og Hilmar Dúi úttektar Mannvirkjastofnunar á stiga og brú af þaki Hafnarstéttar 11, með tilliti til hæðar, öryggis, aðgengis ofl., t.d. slökkvibíla ofl. Fyrir liggur ósk frá Garðarshólma um breytingar á nýtingarhlutfalli og hæð byggingar á lóð Hafnarstéttar 33. Fallist er á að auka nýtingarhlutfall lóðarinnar í 0,8 og tryggt verði að skilgreind mænishæð á lóðinni heimili frágang burðarvirkis og einangrunar yfir núverandi þaki. Ákveðnar voru nokkrar breytingar á deiliskipulagstillögunni, f.o.f. á texta greinargerðar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan með ofangreindum breytingum verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga. Í auglýsingu komi fram að þeir sem óski birtingar á athugasemdum sínum á heimasíðu sveitarfélagsins komi þeim óskum skýrlega á framfæri við skipulagsfulltrúa.

2.Jan Klitgaard garðyrkjustjóri sækir um byggingarleyfi fyrir skýli yfir eldstæði í Garðarslundi

Málsnúmer 201202070Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til að byggja skýli yfir eldstæði í Garðarslundi. Fyrir fundi liggur teikning unnin af Almari Eggertssyni byggingarfræðingi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:00.