Sumarfrístund

as

Í febrúar síðast liðinn var lögð fram metnaðarfull dagskrá fyrir sumarfrístund fyrir 1. – 4. bekk með það að markmiði að brúa bilið fyrir börn eftir að skóla lýkur að vori og fram að því að grunnskóli hefjist að nýju að hausti. Markmiðið er einnig að brúa bilið fyrir þau börn sem eru að fara hefja nám í 1. bekk grunnskóla – frá því að sumarleyfi leikskóla lýkur fram að því að grunnskóli hefjist.

Drögin voru unnin af Ágústu Gísladóttir nemanda í tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ í samstarfi við íþrótta- og tómstundafulltrúa, og forstöðumann frístundar og félagsmiðstöðvar sem hluti af vettvangsnámi hennar. Íþrótta- og tómstundafulltrúa var falið að ljúka skipulagningu sumarfrístundar og leggja fyrir fjölskylduráð í apríl. Stendur sú vinna yfir og er á lokasprettinum.

Ljóst er að boðið verður upp á metnaðarfulla dagskrá þar leikur, fjör, hreyfing, vettvangsferðir o.m.fl verður í boði.

Dagskrá Sumarfrístund Norðurþings stendur yfir frá 3. júní og fram til 5. júlí ( opið fyrir árganga 2009 -2012), fer þá í sumarfrí samhliða sumarfríi leikskóla og hefst aftur 7.ágúst - 20. ágúst (opið fyrir árganga 2010 - 2013). 

Dagskráin er skipulögð með þeim hætti að hver vika er tilgreint sem eitt námskeið – s.s. hvert námskeið er ein vika og þarf að skrá viðkomandi barn í hvert námskeið fyrir sig og verður opið til skráningar allt að nokkrum dögum fyrir hverja námskeiðisviku.

Skráningar munu fara fram í gegnum Norakerfið og er ætlunin að reyna að nýta sem best þá möguleika sem það býður upp á í tengslum við utanumhald og samskipti á milli starfsmanna sumarfrístundar og foreldra og forráðarmenn barnanna.

Starfsfólk Frístundarheimilisins á Húsavík munu halda utanum sumarfrístundina.
Nánari upplýsingar munu koma fram síðar í apríl en upplýsingabæklingur mun vera borinn í hús í apríl sem og aðrar auglýsingar og kynningar. Opnað verður fyrir umsóknir um leið og skipulagningu námskeiða lýkur.