Fara í efni

Auglýst er eftir verkefnastjóra atvinnuuppbyggingar á Bakka

Sveitarfélagið Norðurþing auglýsir laust til umsóknar starf verkefnastjóra atvinnuuppbyggingar á Bakka með starfsstöð í Norðurþingi.

Grænn iðngarður á Bakka hefur verið í þróun undanfarin ár og framundan er samningagerð um næstu stóru uppbyggingarverkefni á svæðinu.

Leitað er að öflugum og lausnamiðuðum einstaklingi með góða innsýn í fjárfestingar og hvað þarf til að koma umfangsmiklum verkefnum á legg. Hlutverk verkefnastjóra er að ýta úr vör nýjum verkefnum á Bakka við Húsavík, styðja fjárfesta með greinargóðum upplýsingum og samhæfa vinnu lykilaðila að stórum fjárfestingum á svæðinu.

Ráðningin er til tveggja ára og kostur ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrg

  • Þróun og samhæfing græns iðngarðs á Bakka, sveitarfélagsins og lykil hagaðila
  • Stuðningur við fjárfesta
  • Samhæfing hringrásarverkefna
  • Markaðssetning og fjárfestingarsókn
  • Samfélagsleg samþætting
  • Efling þekkingar og menntunar í samstarfi við hagaðila
  • Önnur verkefni sem viðkomandi eru falin

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Farsæl og haldgóð starfsreynsla sem nýtist í starfi
  • Reynsla af fjárfestingarverkefnum og samskiptum við fjárfesta og aðra hagaðila mikill kostur
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Áhugi á nýsköpun, orku- og umhverfismálum
  • Gott vald á íslenskri og enskri tungu í ræðu og riti
  • Reynsla af samningatækni og samningagerð er kostur
  • Góð færni í mannlegum samskiptum og lausnamiðuð hugsun
  • Þrautseigja, drifkraftur og framsýni
  • Geta og vilji til einstaklings- og teymisvinnu

Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra Græns iðngarðs ehf. og eru laun og önnur starfskjör samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Norðurþing hvetur allt áhugasamt fólk til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 8. desember 2025

Sótt er um starfið á hér.

Nánari upplýsingar veita Sigríður Ólafsdóttir; sigga@mognum.is og Telma Eiðsdóttir; telma@mognum.is

Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda.