Fara í efni

Barnavernd Þingeyinga óskar eftir stuðningsfjölskyldum fyrir börn

Hlutverk stuðningsfjölskyldu:

Stuðningsfjölskylda tekur á móti barni, eða í sumum tilvikum barni og foreldrum. Markmiðið er að létta álagi af barni og fjölskyldu, styrkja stuðningsnet barnsins og annað eftir því sem við á hverju sinni.
Algengast er að barn dvelji hjá stuðningsfjölskyldu 1-2 helgar í mánuði en heimilt er að vista barn hjá stuðningsfjölskyldu í allt að sjö daga samfellt.
Þjónustusvæði Barnaverndar Þingeyinga er Norðurþing, Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur, Tjörneshreppur, Langanesbyggð og Svalbarðshreppur.


Starfsmenn Barnaverndar Þingeyinga eru:
Steinunn Jónsdóttir,  steinunn@nordurthing.is
og Anna Björg Leifsdóttir, anna@nordurthing.is


Þær veita frekari upplýsingar og taka á móti umsóknum vegna leyfa frá Barnavernd Þingeyinga.
Barnavernd Þingeyinga er staðsett að Ketilsbraut 7-9, 640 Húsavík