Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra fyrir árið 2018. Hlutverk sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni. Auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og frú Eliza Reid halda í opinbera heimsókn í Norðurþing miðvikudaginn 18. október og fimmtudaginn 19. október næstkomandi.
Forsetahjónin munu heimsækja skóla, heilbrigðisstofnanir, býli og fyrirtæki í sveitarfélaginu þessa tvo daga og boðið verður til Fjölskylduhátíðar í Íþróttahöllinni á Húsavík að kvöldi miðvikudagsins.