Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 126

Málsnúmer 1503002

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Norðurþings - 46. fundur - 17.03.2015

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 126. fundar skipulags- og byggingarnefndar.
Til máls tóku undir 5. dagskrárlið fundargerðarinnar: Gunnlaugur, Sif og Friðrik.

Gunnlaugur leggur til breytingu á afgreiðslu nefndarinnar við 5. dagskrárlið þar sem dagsetningu um að umsækjanda verði gert að fjarlægja óleyfisbyggingar verði breytt þannig að í stað 1. júní n.k. verði byggingarnar fjarlægðar fyrir 15. nóvember n.k.

Tillagan samþykkt samhljóða.

Fundargerð 126. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram.