Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings - 146

Málsnúmer 1507004

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Norðurþings - 50. fundur - 25.08.2015

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 146. fundar bæjarráðs Norðurþings
Undir máls tóku undir lið 9 "Náttúrustofa Norðausturlands og Náttúrurannskóknastöð við Mývatn": Óli og Soffía

Óli leggur fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn tekur undir eftirfarandi bókun sveitarstjórnar Skútustaðahrepps: "Í ljósi fréttaflutnings um boðaða sameiningu Náttúrufræðistofnunar Ísland (NÍ) og Rannsóknarmiðstöðvarinnar við Mývatn (RAMÝ) vill sveitarstjórn Skútustaðahrepps hvetja umhverfisráðherra til að horfa frekar til sameiningar/samvinnu/samstarfs Náttúrustofu Norðausturlands og RAMÝ. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps bendir á að um árabil hefur stjórn Náttúrustofu Norðausturlands (NNA) haft áhuga á því að teknar verði upp viðræður um náið samstarf Náttúrustofunnar og RAMÝ. Markmiðið verði að efla starfsemi þessara rannsóknastofnana í héraði, með aukinn svæðisbundinn slagkraft í náttúrurannsóknum, eflingu samfélags og hagræði að leiðarljósi. Starfsemi NNA er m.a. fjármögnuð með framlögum sveitarfélaganna í Þingeyjarsýslum. RAMÝ er ein örfárra opinberra stofnana sem starfsemi hafa í Mývatnssveit. Stofnunin er rótgróin og nær starfsemi hennar í sveitinni aftur til ársins 1975. Samfelld starfsemi árið um kring hefur þó aldrei verið í Mývatnssveit, allan þann tíma sem stöðin hefur starfað. Það er eindreginn vilji sveitarstjórnar Skútustaðahrepps að starfsemi RAMÝ verði efld enn frekar og það mikilvæga starf sem þar hefur verið unnið á undanförnum árum verði nýtt í þágu svæðisbundinnar þekkingaruppbyggingar og eflingu byggðar í Mývatnssveit og Þingeyjarsýslum."

Tillagan er samþykkt

Fundargerðin er framlögð