Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings - 158

Málsnúmer 1511002

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Norðurþings - 53. fundur - 01.12.2015

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 158. fundar bæjarráðs Norðurþings
Til máls tóku undir lið 5 "Byggðakvóti fiskveiðiársins 2015/2016" : Óli, Kjartan, Kristján og Gunnlaugur

Bæjarstjórn tekur undir áhyggjur smábátafélagsins Kletts af þróun mála af byggðakvóta á Húsavík. Norðurþing hefur á liðnum mánuðum sent formleg erindi til sjávarútvegsráðuneytisins og hefur bæjarstjóri tekið málið upp við sjávartútvegsráðherra. Þá hafa bæjarfulltrúar Norðurþings rætt málið við þingmenn án jákvæðrar niðurstöðu.

Gunnlaugur óskar eftir öllum formlegum stjórnsýslulegum samskiptum við sjávarútvegsráðuneytið sem hafa átt sér stað frá upphafi árs 2014 vegna byggðakvóta til sveitarfélagsins.

Fundargerðin er lögð fram