Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings - 160

Málsnúmer 1511010

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Norðurþings - 53. fundur - 01.12.2015

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 160. fundar bæjarráðs Norðurþings
Til máls tóku undir lið 1 "Fundartími bæjarráðs" : Jónas, Óli, Olga, Sif, Gunnlaugur og Friðrik

Minnihlutinn leggur fram eftirfarandi bókun:
Með breytingu á fundartíma bæjarráðs er verið að rýra möguleika hjá stórum hluta samfélagsins til þátttöku í bæjarmálum. Hinn almenni launþegi fær kaldar kveðjur frá meirihluta Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. Það geta varla talist lýðræðisleg vinnubrögð að þvinga í gegn breytingu á fundartíma í krafti meirihlutans.
Jónas Einarsson
Kjartan Páll Þórarinsson
Soffía Helgadóttir
Gunnlaugur Stefánsson

Óli Halldórsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Að færa reglulega fundartíma bæjarráðs er þáttur í eðlilegri þróun til nútímalegri vinnubragða. Flest sveitarfélög á Íslandi eru með fundartíma bæjar-/byggðaráðs á dagvinnutíma. Helstu ástæður breytingarinnar eru þær að óhentugt getur verið að funda utan opnunartíma stjórnsýslunnar og að loknum fullum almennum vinnudegi. Slíkt fyrirkomulag getur komið niður á gæðum vinnunnar og verið óvænlegt fjölskyldufólki.
Óli Halldórsson
Friðrik Sigurðsson
Erna Björnsdóttir
Sif Jóhannesdóttir

Til máls tóku undir lið 3 "Framtíðarsýn í búsetu og þjónustu við fatlaða" : Soffía, Kristján, Kjartan, Gunnlaugur og Óli

Fundargerðin er lögð fram