Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings - 200

Málsnúmer 1701001

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 64. fundur - 24.01.2017

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 200. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 4 "Ísland ljóstengt": Gunnlaugur, Kristján, Kjartan, Sif, Soffía, Erna, Jónas og Kolbrún Ada.

Gunnlaugur lagði fram eftirfarandi tillögu undir þessum lið.

"Sveitarstjórn samþykkir að skipaður verði vinnuhópur sem hefur það hlutverk að móta stefnu sveitarfélagsins um uppbyggingu ljósleiðarkerfis í öllu sveitarfélaginu.
Vinnuhópnum er ætlað að gera tillögu til sveitarstjórnar um hvernig best sé að byggja upp ljósleiðarakerfi og tryggja þannig öllum íbúum sveitarfélagsins aðgang að háhraða ljósleiðaratengingu á sínu heimili. Einnig öllum fyrirtækjum í sveitarfélaginu svo þau standi jafn vel og önnur fyrirtæki í landinu hvað varðar internettengingar.
Sveitarstjórn felur byggðarráði að tilnefna þriggja manna vinnuhóp og skal hópurinn skila skýrslu sinni til sveitarstjórnar ekki seinna en 25. apríl 2017. Vinnuhópurinn hefur heimild til að ráða ráðgjafa til verksins og mun byggðarráð tryggja fjármagn til starfa vinnuhópsins.
Skýrslan skal innihalda lýsingu á verkefninu í heild sinni, áætluðum kostnaði, mögulegri fjármögnum og verkáætlun þar sem tímarammi framkvæmda er skilgreindur. Einnig skal gerð tillaga um það hvernig verkefninu verði sinnt innan stjórnsýslu sveitarfélagsins.
Greinargerð:
Það liggur fyrir að þessu mikilvæga verkefni hefur ekki verið sinnt sem skildi hjá sveitarfélaginu á liðnum árum. Ekki hafa verið nýtt þau tækifæri sem eru möguleg í samstarfi við ríkið í uppbyggingu á ljósleiðarakerfi í sveitarfélaginu. Ekki er sótt um styrki í sjóði sem ætlaðir eru til að styðja við þessa uppbyggingu. Undirbúningsvinna verkefnisins hefur ekki verið unnin hjá sveitarfélaginu og óljóst með öllu hvaða nefnd eða starfsmenn eiga að sinna þessu mikilvæga verkefni.
Í nútíma samfélagi er nauðsynlegt að íbúar og fyrirtæki í sveitarfélaginu hafi sama aðgang og möguleika á að tengjast háhraða ljósleiðarakerfi með sama hætti og best gerist í landinu hverju sinni. Búsetugæði svæða og samkeppnishæfni þeirra byggist ekki síst á aðgengi að öflugu ljósleiðarakerfi."

Gunnlaugur Stefánsson
Soffía Helgadóttir

Kjartan lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Ég legg til að ofangreindri tillögu verði vísað til framkvæmdanefndar."

Tillaga Kjartans samþykkt með atkvæðum: Ernu, Kolbrúnar Ödu, Sifjar, Kjartans og Jónasar. Á móti voru: Olga, Örlygur, Gunnlaugur og Soffía.

Fundargerðin er lögð fram.