Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings - 268

Málsnúmer 1810006F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 85. fundur - 30.10.2018

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 268. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tók undir lið 1 "Vegagerðin, áframhaldandi þjónusta vegna Húsavíkurhöfðagangna": Kristján.

Sveitarstjórn leggur fram eftirfarandi bókun:
Vegurinn frá Húsavíkurhöfn um göngin og þaðan til norðurs, Bakkavegur, er hluti af þjóðvegakerfi Íslands. Þegar lagningu hans verður að fullu lokið í samræmi við gildandi skipulag kemur Bakkavegur til með að tengjast þjóðvegi 85 norðan við iðnaðarsvæðið á Bakka. Allir sem um Bakkaveg þurfa að fara munu því geta haft aðgang að honum og komist gegnum Húsavíkurhöfðagöng að hafnarsvæðinu. Um aðgengi að hafnarsvæðum fer hins vegar skv. lögum nr. 50/2004 um siglingarvernd.
Jafnframt er rétt að árétta það að Bakkavegur er ekki einkavegur fyrir PCC BakkiSilicon hf. heldur hluti af uppbyggingu iðnaðarsvæðisins í heild sinni. Tenging er hins vegar frá Bakkavegi og að afgirtri lóð PCC BakkiSilicon hf., en land innan lóðarinnar telst einkaland og umferð takmörkuð þar af öryggisástæðum.
Í svari ríkisvaldsins vegna fyrirspurnar frá ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, sem samið var í samráði við Vegagerðina og sveitarfélagið Norðurþing kom skýrlega fram að göngin eru og verða í eigu og umsjá ríkisins. Því hefur sveitarfélagið haft þá trú að rekstur þeirra til framtíðar verði tryggður, t.a.m. með því að fela Vegagerðinni þá umsjón.

Til máls tóku undir lið 2 "Auglýsingar umsóknar um byggðakvóta fiskiveiðiársins 2018/2019": Bergur og Kristján.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.