Fara í efni

Fjölskylduráð - 17

Málsnúmer 1812006F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 88. fundur - 22.01.2019

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 17. fundar fjölskylduráðs Norðurþings.
Til máls tók undir lið 5 "Forvarnir í Norðurþingi": Hjálmar, Kolbrún Ada, Örlygur, Kristján og Helena.

Hjálmar Bogi leggur fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn telur mikilvægt að huga að forvörnum í víðu samhengi og virkja samtal allra sem koma að forvörnum í starfi sínu. Sérstök áhersla verði lögð á forvarnir fyrir börn og ungmenni.
Sveitarstjórn leggur til að forvarnarhópur verði starfandi í sveitarfélaginu og hlutverk hópsins skilgreint í takt við tíðarandann. Sömuleiðis að málinu verði vísað til Fjölskylduráðs til frekari úrvinnslu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Hjálmars.



Til máls tók undir lið 3 "Álaborgarleikarnir sumarið 2019": Helena, Hjálmar og Bergur.



Fundargerðin er lögð fram til kynningar.