Fara í efni

Styrkumsókn frá íþróttafélaginu G-44, Qeqertarsuaq, Grænlandi

Málsnúmer 201203020

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 40. fundur - 08.03.2012


Fyrir bæjarráði liggur umsókn frá íþróttafélaginu G-44, Qeqertarsuaq í Grænlandi. Félagið hyggst efla knattspyrnuiðkun unglinga í náinni framtíð. Félaglið G-44 hafa allt frá árinu 2008 staðið sig afar vel í landsmótum á Grænlandi og eru í dag á meðal bestu liða þar í landi. Fimm leikmenn hafa verið í landsliðsúrtaki síðan 2011. Félagið hefur lagt töluvert mikið í forvarnarstarf til að ná markmiðum sínum.
Félagið óskar eftir fjárstyrk að upphæð 15.000.- til 20.000.- DKr.
Heildarkostnaður við rekstur félagsins er um 140.000.- DKr. á ári.

Bæjarráð þakkar fyrir erindið en getur ekki orðið við því að þessu sinni.