Fara í efni

Guðný Hrund Karlsdóttir f.h. grasrótarfélags á Raufarhöfn óskar eftir viðræðum varðandi Hótel Norðurljós

Málsnúmer 201206013

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 47. fundur - 07.06.2012

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Guðnýju Hrund Karlsdóttir, f.h. grasrótarfélags á Raufarhöfn. Fram kemur í erindi bréfritara ósk um viðræður um mögulegt samstarf vegna Hótels Norðurljósa og/eða kaupa. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ganga til samningaviðræðna við bréfritara.