Fara í efni

Isavia - samstarfssamningur

Málsnúmer 201208014

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 51. fundur - 08.08.2012

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá Isavia um samstarfssamning við sveitarfélagið Norðurþing um þátttöku í rekstri Aðaldalsflugvallar. Flugfélagið Ernir hafa óskað eftir viðræðum við Isavia um áframhaldandi flug næsta vetur. Mikilvægt er að hafa a.m.k. tvö stöðugildi við flugvöllin ef bjóða á upp á heilsársþjónustu. Þar sem þjónustuverkefni vegna flugáætlunar flugfélagsins gerir ekki kröfu á meira en 1,5 stöðugildi þarf með einhverjum hætti að brúa 1/2 stöðugildi þannig að tryggt sé að mönnun flugvallarins verði eins og bestur verður á kosið. Isavia óskar eftir samstarfi við sveitarfélagið vegna launakostnaðar og þá nýtingu starfsmannsins við önnur verkefni hjá sveitarfélaginu sem nemi 1/2 stöðugildi. Áætlaður kostnaður vegna þesssa er u.þ.b. 3,5 milljónir króna. Bæjarráð tekur jákvætt í beiðni Isavia og felur bæjarstjóra að halda viðræðum áfram við félagið um lausn þessa máls. Friðrik óskar bókað:Aður en ég tek afstöðu til erindis ISAVIA óska ég eftir því að fjármálastjóri Norðurþings verði falið að kanna hvaða framlög önnur sveitarfélög á Íslandi veita til ISAVIA. Þ.e. þau sveitarfélög sem eru með áætlunarflugvelli á sínu starfssvæði. Upplýsingarnar verði birtar bæjarfulltrúum í Norðurþingi sem fyrst. Einnig óska ég eftir upplýsingum um það hvort samskona beiðni frá ISAVIA hafi verið send á önnur sveitarfélög á starfssvæði Aðaldalsflugvallar.

Bæjarráð Norðurþings - 54. fundur - 05.09.2012

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá ISAVIA vegna Húsavíkurflugvallar. Erindið hefur áður fengið umfjöllun í bæjarráði og hefur með rekstur flugvallarins að gera en fyrirhugað er að halda áætlunarflugi áfram í vetur af hálfu Flugfélagsins Ernir. ISAVIA hefur metið kostnað við rekstur flugvallarins miðað við heils árs þjónustu. Niðurstaða þeirrar skoðunar hefur leitt í ljós að um 14 mkr. aukning á árlegum rekstarkostnaði verður að ræða. ISAVIA bendir á að ekki sé fyrir hendi fjármagn í þjónustusamningi við innanríkisráðuneytið vegna þessa viðbótar rekstrarkostnaðar.ISAVIA telur því ekki fjárhagslegan grundvöll fyrir heilsárs þjónustu á Húsavíkurflugvelli án frekari stuðnings hins opinbera eða annara hagsmunaaðila. Það er því ljóst að óvissa ríkir um framhaldsflug eftir 1. október n.k. og því óskar félagið eftir viðræðum við sveitarfélagið Norðurþing um málið. Bæjarráð samþykkir beiðni ISAVIA um viðræður en leggur jafnframt áherslu á mikilvægi þess að þjónusta við áætlunarflug á Húsavíkurflugvelli verði tryggð. Friðrik Sigurðsson og Hilmar Dúi Björgvinsson óskað bókað: Vegna framkomins bréfs frá Hauki Haraldssyni, framkvæmdastjóra flugvalla og mannvirkjasviðs ISAVIA viljum við taka fram að okkur þykir framkoma ISAVIA í garð íbúa í Þingeyjarsýslu vera fyrir neðan allar hellur. Að leggja fram bréf þar sem því er hótað að flug leggist af til Aðaldalsflugvallar ef ekki komi til frekari fjármunir til reksturs flugvallarins, nema sveitarfélagið Norðurþing leggi fram fjármuni jaðrar við fjárkúgun.Við viljum benda á það að ISAVIA hagnaðist um 2,1 milljarð árið 2010 og um ríflega 600 milljónir árið 2011. Reikna má með því að tekjur ISAVIA af flugi um Aðaldalsflugvöll á ársgrundvelli séu nú þegar farnar að nálgast þá fjárhæð sem nefnd er í bréfi ISAVIA. Þar kemur fram að rekstur vallarins á ári nemi 14 milljónum. Ekki er heldur tekið tillit til tekjuaukningar ISAVIA af lendingum á Reykjavíkurflugvelli. Ef opinber aðili eins og ISAVIA er ekki tilbúin að taka þátt í því að byggja upp flugstarfsemi um Aðaldalsflugvöll, er best að þeir afsali sér þessum mannvirkjum til Norðurþings. Friðrik Sigurðsson - signHilmar Dúi Björgvinsson - sign