Fara í efni

Alþingi-Fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2012

Málsnúmer 201209004

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 54. fundur - 05.09.2012

Fyrir bæjarráði liggur fundarboð Fjárlaganefnd Alþingis með fulltrúum sveitarfélaga og eða landshlutasamtaka um fjármál sveitarfélaga. Fundurinn er boðaður í tengslum við vinnu nefndarinnar vegna fjárlagafrumvarps 2013. Óskað er eftir því að sveitarfélögin leggi áherslur á málefni sem varðar fjármálasamskipti ríkis og sveitarfélaga, verkaskiptingu þeirra á milli, skuldastöðu og fjárhagsafkomu sveitarfélaga svo og önnur mál sem tengjast málefnasviði nefndarinnar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma á tímasetningu með Fjárlaganefnd Alþingis.