Fara í efni

Snjómokstur á Húsavík

Málsnúmer 201211035

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 23. fundur - 14.11.2012

Rætt um framkvæmd snjómoksturs á Húsavík og áherslur í því sambandi.Hjálmar Bogi leggur fram tillögu um að aukin áhersla verði lögð á snjómokstur fyrir gangandi umferð. Ávinningur: Hvetur til þess að fólk gangi meira og skilji bílinn eftir heima, aukið öryggi, heilsusamlegra og aukin samskipti á götum úti. Framkvæmda- og hafnanefnd tekur undir þessa tillögu Hjálmars Boga og að tækjakaup taki mið af því í framtíðinni.