Fara í efni

Sveinn Hreinsson f.h. Norðurþings sækir um byggingarleyfi fyrir mötuneytiseldhús við Borgarhólsskóla

Málsnúmer 201212004

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 99. fundur - 12.12.2012

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir hæð ofan á smíðastofu í NV-enda eldri byggingar Borgarhólsskóla. Fyrirhuguð viðbygging er 45,2 m² að grunnfleti. Teikning er unnin af Sigríði Sigþórsdóttur arkitekt. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna erindið nágrönnum að Skólastíg 3 og Miðgarði 3. Ef ekki berast athugasemdir við grenndarkynningu er byggingarfulltrúa falið að veita byggingarleyfi fyrir mannvirkinu að fengnum jákvæðum umsögnum frá heilbrigðiseftirliti, vinnueftirliti og eldvarnareftirliti.