Fara í efni

Endurskoðun stjórnfyrirkomulags Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 201301067

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 66. fundur - 31.01.2013

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá starfshóp um endurskoðun stjórnfyrirkomulags Vatnajökulsþjóðgarðs sem umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði. Starfshópinn skipa, Jón Geir Pétursson, skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og er hann jafnframt formaður hópsins, Gunnþórunn Ingólfsdóttir oddviti Fljótdalshprepps, skv. tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga og Daði Már Kristófersson, dósent í umhverfis- og auðlindahagfræði við Háskóla Íslands. Starfshópurinn hyggst vinna greinargerð með tillögum til umhverfis- og auðlindaráðherra, sem mun síðan fjalla um þær tillögur og taka afstöðu til, í samræmi við þær sveitarstjórnir sem aðild eiga að stjórn þjóðgarðsins. Starfshópurinn hefur hafið störf og vill leita til sveitarfélagsins með ábendingar um sitt viðfangsefni. Óskað er eftir svörum við neðangreindum spurningum og að auki hverjum þeim ábendingum sem talið er að skipti máli. Starfshópurinn hyggst í framhaldinu funda með aðilum sem að stjórn þjóðgarðsins koma. Spurningar starfshópsins eru: 1. Hvernig finnst þér hafa tekist með stjórnun Vatnajökulsþjóðgarðs?2. Myndir þú vilja leggja til breytingar á núverandi fyrirkomulagi stjórnunar Vatnajökulsþjóðgarðs? Ef svo er, hverjar ættu þær að vera og af hverju?3. Aðrar ábendingar til starfshópsins varðandi stjórnfyrirkomulag Vatnajökulsþjóðgarðs. Óskað er eftir því að svör berist starfshópnum fyrir 18. febrúar. Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.

Bæjarráð Norðurþings - 67. fundur - 11.02.2013

Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var á síðasta fundi bæjarráðs en þá var því frestað. Erindið er eftirfarandi: Fyrir bæjarráði liggur erindi frá starfshóp um endurskoðun stjórnfyrirkomulags Vatnajökulsþjóðgarðs sem umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði.

Starfshópinn skipa, Jón Geir Pétursson, skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og er hann jafnframt formaður hópsins, Gunnþórunn Ingólfsdóttir oddviti Fljótdalshprepps, skv. tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga og Daði Már Kristófersson, dósent í umhverfis- og auðlindahagfræði við Háskóla Íslands.
Starfshópurinn hyggst vinna greinargerð með tillögum til umhverfis- og auðlindaráðherra, sem mun síðan fjalla um þær tillögur og taka afstöðu til, í samræmi við þær sveitarstjórnir sem aðild eiga að stjórn þjóðgarðsins.
Starfshópurinn hefur hafið störf og vill leita til sveitarfélagsins með ábendingar um sitt viðfangsefni.
Óskað er eftir svörum við neðangreindum spurningum og að auki hverjum þeim ábendingum sem talið er að skipti máli.
Starfshópurinn hyggst í framhaldinu funda með aðilum sem að stjórn þjóðgarðsins koma.
Spurningar starfshópsins eru:
1. Hvernig finnst þér hafa tekist með stjórnun Vatnajökulsþjóðgarðs?2. Myndir þú vilja leggja til breytingar á núverandi fyrirkomulagi stjórnunar Vatnajökulsþjóðgarðs? Ef svo er, hverjar ættu þær að vera og af hverju?3. Aðrar ábendingar til starfshópsins varðandi stjórnfyrirkomulag Vatnajökulsþjóðgarðs.
Óskað er eftir því að svör berist starfshópnum fyrir 18. febrúar. Bæjarráð telur núverandi stjórnfyrirkomulag ekki hafa tekist nógu vel og hefur áður sent tillögur sem ganga út á að flytja stjórn þjóðgarðsins heim í hérað úr höfuðborginni. Bæjarstjóra falið að skrifa nefndinni bréf og árétta fyrri athugasemdir.